Håland: Peningarnir voru ekki ástæðan fyrir því að ég vildi ekki fara til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:30 Erling Braut Håland er frábær leikmaður og er enn aðeins nítján ára gamall. Getty/Mario Hommes Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira