Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. febrúar 2020 18:36 Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. Fjölskylda Maní Shahidi, sautján ára transdrengs, kom til Íslands fyrir tæpu ári og sótti um alþjóðlega vernd. Vísa átti fjölskyldunni til Portúgal á mánudagsmorgun en kvöldið áður var Maní lagður inn á BUGL vegna alvarlegrar vanheilsu. „Og á meðan hann er þar og nýtur aðstoðar lækna þá er ekkert að hreyfast í málinu að því er varðar flutning úr landi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. „Málið fékk sinn farveg og er núna á fresti því það er búið að boða nýjar upplýsingar og við fylgjumst bara með framvindunni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Endurupptökubeiðni liggur nú fyrir hjá Kærunefnd útlendingamála og hefur lögmaður fjölskyldunnar frest til næsta mánudags til að skila inn nýjum gögnum. „Og þá mun væntanlega kærunefndin í kjölfarið taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að endurupptaka málið á grundvelli þeirra gagna eða ekki,“ segir Þorsteinn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skýra þyrfti stefnu Útlendingastofnunar um mál hinsegin fólks. Þorsteinn segir að stofnunin horfi til viðmiða Flóttamannastofnuarinnar um réttindi hinsegin fólks. „Það er almennt viðurkennt að þetta sé ein af ástæðunum fyrir því að við verndum fólki alþjóðlega vernd,“ segir Þorsteinn. Þá hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki rætt við Maní sjálfan við meðferð málsins. Þorsteinn segir að foreldrar hans hafi hafnað því. Þá hafi umsókn fjölskyldunnar ekki verið byggð á aðstæðum drengsins. „Þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru mótfallnir því," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að stjórnvöld í Portúgal séu bundin af sömu meginreglu og hér er í gildi um að senda fólk ekki þangað sem lífi þeirra er stefnt í hættu. „Og við höfum enga ástæðu til að ætla að Portúgal standi ekki við þær skuldbindingar sínar,“ segir Þorsteinn. En myndi Útlendingastofnun senda transdreng til Íran? „Nei,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15