Niðurstaðan sýni hversu margir öldungardeildarþingmenn telji sig þurfa á stuðningi Trump að halda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 14:15 Silja Bára Ómarsdóttir. Forsætisráðuneytið Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í gærkvöldi með naumum meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot.Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og greiddu þingmenn flokkanna atvæði eftir flokkslínum fyrir utan Susan Collins og Mitt Romney, þingmenn Repúblikana, sem studdu tillögu Demókrata. Það dugði ekki til að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. „Það verður hægt að ljúka þessum málaferlum í öldungadeildinni bara í næstu viku og það liggur þá í raun og veru ljóst fyrir að Trump verður ekki sakfelldur, ekki að það hafi verið miklar líkur á því. En niðurstaðan mun þá verða opinberlega ljós og hann er að flytja forsetaávarpið sem að verður á þriðjudaginn og gæti síðan líka skyggt á forval demókrata í Iowa á mánudaginn,“ segir Silja Bára.En hvað þýðir þessi niðurstaða fyrir stöðu Trump? „Þetta kannski styrkir hann gagnvart þessum grunn stuðningsmönnum Repúblikana sem að munu taka undir með honum um að þetta hafi verið nornaveiðar eða eltingaleikur við einhvern óþarfa. Og kannski það sem þetta sýnir einna mest er hversu margir öldungardeildarmenn sem eru í framboði telja sig þurfa á Trump að halda í kosningum í haust,“ segir Silja Bára. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í gærkvöldi með naumum meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot.Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og greiddu þingmenn flokkanna atvæði eftir flokkslínum fyrir utan Susan Collins og Mitt Romney, þingmenn Repúblikana, sem studdu tillögu Demókrata. Það dugði ekki til að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. „Það verður hægt að ljúka þessum málaferlum í öldungadeildinni bara í næstu viku og það liggur þá í raun og veru ljóst fyrir að Trump verður ekki sakfelldur, ekki að það hafi verið miklar líkur á því. En niðurstaðan mun þá verða opinberlega ljós og hann er að flytja forsetaávarpið sem að verður á þriðjudaginn og gæti síðan líka skyggt á forval demókrata í Iowa á mánudaginn,“ segir Silja Bára.En hvað þýðir þessi niðurstaða fyrir stöðu Trump? „Þetta kannski styrkir hann gagnvart þessum grunn stuðningsmönnum Repúblikana sem að munu taka undir með honum um að þetta hafi verið nornaveiðar eða eltingaleikur við einhvern óþarfa. Og kannski það sem þetta sýnir einna mest er hversu margir öldungardeildarmenn sem eru í framboði telja sig þurfa á Trump að halda í kosningum í haust,“ segir Silja Bára.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira