Håland getur ekki hætt að skora | Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2020 16:30 Erling Braut Håland og Jadon Sancho fóru mikinn að venju í liði Dortmund í dag. Vísir/Getty Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen Þýski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar, um stundar sakir allavega, með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Þá heldur Erling Braut Håland áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund en liðið vann 4-0 sigur á Union Berlín á heimavelli sínum. Að lokum vann Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu. Bayern München heimsótti Mainz 05 á Opel völlinn og gerði út um leikinn á fyrstu 26 mínútum leiksins. Á 8. mínútu leiksins skoraði markavélin frá Póllandi, Robert Lewandowski, og aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Thomas Müller forystu gestanna. Thiago bætti svo við þriðja markinu þegar aðeins 26 mínútur voru liðnar af leiknum. Eftir það gáfu Bæjarar aðeins eftir og Jeremiah St Juste minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks. Ekkert var skorað í þeim síðari og lokatölur því 3-1 fyrir Bayern München sem fer í toppsæti deildarinnar. RB Leipzig geta endurheimt toppsætið takist þeim að landa sigri á Borussia Mönchengladbach í leik sem hefst klukkan 17:30. Borussia Dortmund vann einkar öruggan 5-0 sigur á Union Berlín í dag. Jadon Sancho kom heimamönnum í Dortmund yfir á 13. mínútu og fimm mínútum síðar hafði norska undrabarnið, Erling Braut Håland, tvöfaldað forystuna. Á þeim tímapunkti hafði Håland alls sex mörk fyrir Dortmund á aðeins 77 mínútum, og það í sjö skotum.Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í þeim síðari bættu Dortmund við þremur mörgum. Marco Reus skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Axel Witsel. Það var svo títtnefndur Håland sem skoraði fimmta og síðasta markið. Lokatölur 5-0 og Dortmund komið upp í 3. sæti deildarinnar með 38 stig þegar 20 umferðum er lokið. Augsburg lenti undir gegn Werder Bremen á 23. mínútu er Tin Jedvaj varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan var þannig allt fram á 67. mínútu leiksins er Florian Niederlechner jafnaði metin á 67. mínútu. Það var svo á 82. mínútu sem Alfreð lagði knöttinn snyrtilega á Ruben Vargas sem skoraði og staðan orðin 2-1. Þar við sat en með sigri dagsins fer Augsburg upp í 9. sætið með 26 stig.Önnur úrslitFortuna Dusseldorf 1-1 Eintracht Frankfurt Hoffenheim 2-1 Bayer Leverkusen
Þýski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira