Innlent

Braust inn um svala­dyrnar og réðst á hús­ráðanda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur.
Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm

Húsráðandi í miðbæ Reykjavíkur vaknaði í nótt við að ókunnugur maður kom inn um svaladyr á heimili hans. Maðurinn réðst á húsráðanda sem hlaut við það sjáanlega áverka, að því er segir í dagbók lögreglu. Árásarmaðurinn komst undan en málið er í rannsókn og unnið eftir ýmsum vísbendingum.

Þá var maður handtekinn við fjölbýlishús í miðbænum í nótt vegna gruns um innbrot í geymslur í húsinu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um annað innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Hlíðunum á níunda tímanum í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að óljóst sé á þessu stigi málsins hverju hafi verið stolið.

Alls voru 42 mál bókuð hjá lögreglu frá því klukkan fimm í gær og þangað til fimm í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×