Tónn ríkisstjórnarinnar falskur þótt fagurgalinn heyrist á milli Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 20:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm „Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
„Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira