Sat fastur uppi á fjalli í tólf sólarhringa: „Þetta er bara það sem starfið býður upp á“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 21:23 Halldór Halldórsson er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli. Landhelgisgæslan Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Halldór Halldórsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem sat fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum, segir að vistin hafi verið góð og farið hafi vel um hann. Halldór, sem er staðarumsjónarmaður við ratsjárstöð Landhelgisgæslunnar á Gunnólfsvíkurfjalli, segir að þegar snjóþungt sé ferðist starfsmenn Landhelgisgæslunnar að ratsjárstöð á fjallinu á vélsleðum, en annars fari þeir keyrandi. Stöðin er ein fjögurra ratsjár- og fjarskiptastöðva stöðva Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem Landhelgisgæslan rekur hér á landi. Í samtali við Vísi segir Halldór að ástæða þess að hann hafi þurft að dvelja jafn lengi uppi á fjallinu og raun ber vitni, hafi verið ofsaveðrið sem gekk yfir stóran hluta landsins í desember síðastliðnum. Halldór hélt upp á fjallið að morgni 9. desember, en kom ekki niður fyrr en þann 21. eða, tólf sólarhringum síðar. „Það var svo leiðinlegt veðrið, að það var ekki hægt nema rétt að gægjast út,“ segir Halldór. Hann segist þó hafa verið í góðu símasambandi allan og að vistin hafi verið hin ágætasta. „Ég var bara að vinna – það var rafmagnsleysi og við vorum að keyra ljósavél til þess að hafa rafmagn á stöðinni,“ segir Halldór. Hann segir að almennt sé vinnutími þeirra sem starfa við stöðina frá klukkan átta á morgnana til fjögur á daginn. „Þarna var rafmagnsleysi sem gerði það að verkum að við þurftum að vera uppi og keyra ljósavél til að halda rafmagni á öllu.“ Vindhraði uppi á fjallinu var mikill, að meðaltali í kring um 55 metrar á sekúndu, en Halldór segir mestu hviðurnar hafa náð yfir 70 metrum á sekúndu. „Við höfum oft séð mikinn vind þarna, þetta er ekki alveg í fyrsta skipti sem vindmælirinn fer svona hátt,“ segir Halldór. Hann segir þó að þetta sé lengsti óveðurskafli sem gengið hafi yfir stöðina. Alvanalegt sé að starfsmenn þurfi stundum að halda kyrru fyrir í stöðinni yfir nótt, en þessi lota hafi verið sú lengsta. „Þetta var bara eins og það sem gekk yfir hér á Norðurlandi, rafmagnsleysi og vont veður,“ segir Halldór. Hann segir það hafa verið ágætt þegar hann komst loks niður af fjallinu, tólf sólarhringum eftir að hann kom þangað. Þrátt fyrir það hafi næsta lota einfaldlega tekið við. „Við höfum gist aftur eftir þetta, það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Honum þyki það ekkert tiltökumál. „Þetta er bara það sem starfið býður upp á, maður þarf að gista þarna í stöðinni stundum,“ sagði Halldór að lokum í samtali við fréttastofu. Hér að neðan má síðan hlusta á viðtal við Halldór úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í tólf sólarhringa þegar mikið óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum. 20. janúar 2020 16:20