Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 18:26 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðherra leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. Í minnisblaði sem sent var frá ráðherra til Ríkisstjórnarinnar í dag segir að efnahagslegur kostnaður af smitum, ótta við smit og sóttvarnaraðgerðum sé verulegur. Hann felist að miklu leyti í tekjutapi vegna minni umsvifa. Í minnisblaðinu er vísað til bandarískrar rannsóknar þar sem fram kemur að samfélagslegur kostnaður af hverju COVID-19 smiti væri jafnvirði 40 milljóna króna. Í því segir að harðari sóttvarnaráðstafanir geti orðið til þess að þjóðarbúið verði af 20 til 24 milljörðum króna vegna minni umsvifa í ferðaþjónustu. Ætla megi að þeir ferðamenn sem hafa komið til landsins undanfarna tæpa tvo mánuði hafi lagt um átta milljarða til efnahagslífsins - en útbreiðsla faraldursins með hörðum sóttvarnaráðstöfunum geti aftur á móti dregið úr neyslu innlendra aðila um 10 milljarða króna á mánuð Þá sé óefnislegur kostnaður einnig verulegur og geta efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaraðgerðum hlaupið á hundruðum milljarða króna. Mun meiri kostnaður er af almennum sóttvarnaaðgerðum, svo sem samkomubanni, en sértækum aðgerðum á borð við smitrakningu og sóttkví segir í minnisblaðinu. Þegar faraldurinnhafi staðið sem hæst hafi innanlands kortavelta Íslendinga verið um 10 milljörðum króna minni á mánuði en hún hefði verið án faraldursins. Samsvarar það um 4% af landsframleiðslu hvers mánaðar. Í mörgum Evrópulöndum þar sem beitt var harðari aðgerðum en á Íslandi dróst landsframleiðsla saman um 10-20% á öðrum ársfjórðungi. Þá segir í minnisblaðinu að hvert smit geti haft í för með sé mikinn kostnað en kostnaður samfélagsins vegna sóttkvía sem beita hefur þurft í sumar hlaupi líklega á hundruðum milljóna króna. Forsenda sé fyrir komum ferðamanna til Íslands að landamærin séu tiltölulega opin en einnig að stjórn hafi náðst á faraldrinum hér á landi og í upprunalandi ferðamanns. Því felist bæði ábati og kostnaður í því að létta á ferðatakmörkunum. „Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“ Þá segir einnig í minnisblaðinu að svo lengi sem einhver hætta sé á því að smitaður einstaklingur komi til landsins og smiti út frá sér felist efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Reynsla erlendis frá bendi þá til þess að ferðatakmarkanir geti dregið verulega úr hættinnu á smitum en ekki komið alveg í veg fyrir hana. Er þá vísað til eyríkjanna Færeyja og Nýja-Sjálands þar sem veirunni hafði nær verið útrýmt en á undanförnum vikum eða dögum hefur veiran haslað sér völl að nýju. Landamæraskimun dragi verulega úr líkunum á því að smitaðir ferðamenn komi inn í landið en þó séu vísbendingar um að einhverjir smitaðir hafi komist hingað til lands. 40 manns hafi greinst smitaðir á landamærunum og er hlutfall smitaðra um 0,05% en síðasta mánuð hefur tiltekinn hópur þurft að undirgangast tvöfalda skimun. Í þeim hópi hafi 14 greinst í fyrri sýnatöku en 2 í þeirri seinni. „Svo lengi sem einhver hætta er á því að fólk sem kemur erlendis frá smiti út frá sér felst efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Þessi kostnaður er óviss og háður aðstæðum,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins. „Frá hagfræðilegu sjónarmiði væri eðlilegt að farþegar til landsins greiði gjald til að koma til móts við samfélagslegan kostnað vegna hættu á að smit berist til landsins. Skimun við landamæri minnkar smithættuna og þar með kostnað af hennar völdum. Eðlilegt er að ferðalangar greiði sjálfir að fullu fyrir beinan kostnað af landamæraskimun. Að auki hníga hagræn rök til þess að gjald sé lagt á komur farþega til að koma til móts við þann samfélagslega kostnað sem fylgir hættu á að smit berist til landsins við núverandi aðstæður og endurspeglast ekki í verðlagningu ferðalaga á markaði, en of lágt verð leiðir til óhagkvæmrar áhættutöku sem slíku gjaldi er falið að leiðrétta,“ segir í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra til Ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðherra leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. Í minnisblaði sem sent var frá ráðherra til Ríkisstjórnarinnar í dag segir að efnahagslegur kostnaður af smitum, ótta við smit og sóttvarnaraðgerðum sé verulegur. Hann felist að miklu leyti í tekjutapi vegna minni umsvifa. Í minnisblaðinu er vísað til bandarískrar rannsóknar þar sem fram kemur að samfélagslegur kostnaður af hverju COVID-19 smiti væri jafnvirði 40 milljóna króna. Í því segir að harðari sóttvarnaráðstafanir geti orðið til þess að þjóðarbúið verði af 20 til 24 milljörðum króna vegna minni umsvifa í ferðaþjónustu. Ætla megi að þeir ferðamenn sem hafa komið til landsins undanfarna tæpa tvo mánuði hafi lagt um átta milljarða til efnahagslífsins - en útbreiðsla faraldursins með hörðum sóttvarnaráðstöfunum geti aftur á móti dregið úr neyslu innlendra aðila um 10 milljarða króna á mánuð Þá sé óefnislegur kostnaður einnig verulegur og geta efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaraðgerðum hlaupið á hundruðum milljarða króna. Mun meiri kostnaður er af almennum sóttvarnaaðgerðum, svo sem samkomubanni, en sértækum aðgerðum á borð við smitrakningu og sóttkví segir í minnisblaðinu. Þegar faraldurinnhafi staðið sem hæst hafi innanlands kortavelta Íslendinga verið um 10 milljörðum króna minni á mánuði en hún hefði verið án faraldursins. Samsvarar það um 4% af landsframleiðslu hvers mánaðar. Í mörgum Evrópulöndum þar sem beitt var harðari aðgerðum en á Íslandi dróst landsframleiðsla saman um 10-20% á öðrum ársfjórðungi. Þá segir í minnisblaðinu að hvert smit geti haft í för með sé mikinn kostnað en kostnaður samfélagsins vegna sóttkvía sem beita hefur þurft í sumar hlaupi líklega á hundruðum milljóna króna. Forsenda sé fyrir komum ferðamanna til Íslands að landamærin séu tiltölulega opin en einnig að stjórn hafi náðst á faraldrinum hér á landi og í upprunalandi ferðamanns. Því felist bæði ábati og kostnaður í því að létta á ferðatakmörkunum. „Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“ Þá segir einnig í minnisblaðinu að svo lengi sem einhver hætta sé á því að smitaður einstaklingur komi til landsins og smiti út frá sér felist efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Reynsla erlendis frá bendi þá til þess að ferðatakmarkanir geti dregið verulega úr hættinnu á smitum en ekki komið alveg í veg fyrir hana. Er þá vísað til eyríkjanna Færeyja og Nýja-Sjálands þar sem veirunni hafði nær verið útrýmt en á undanförnum vikum eða dögum hefur veiran haslað sér völl að nýju. Landamæraskimun dragi verulega úr líkunum á því að smitaðir ferðamenn komi inn í landið en þó séu vísbendingar um að einhverjir smitaðir hafi komist hingað til lands. 40 manns hafi greinst smitaðir á landamærunum og er hlutfall smitaðra um 0,05% en síðasta mánuð hefur tiltekinn hópur þurft að undirgangast tvöfalda skimun. Í þeim hópi hafi 14 greinst í fyrri sýnatöku en 2 í þeirri seinni. „Svo lengi sem einhver hætta er á því að fólk sem kemur erlendis frá smiti út frá sér felst efnahagslegur kostnaður í komum fólks til landsins. Þessi kostnaður er óviss og háður aðstæðum,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins. „Frá hagfræðilegu sjónarmiði væri eðlilegt að farþegar til landsins greiði gjald til að koma til móts við samfélagslegan kostnað vegna hættu á að smit berist til landsins. Skimun við landamæri minnkar smithættuna og þar með kostnað af hennar völdum. Eðlilegt er að ferðalangar greiði sjálfir að fullu fyrir beinan kostnað af landamæraskimun. Að auki hníga hagræn rök til þess að gjald sé lagt á komur farþega til að koma til móts við þann samfélagslega kostnað sem fylgir hættu á að smit berist til landsins við núverandi aðstæður og endurspeglast ekki í verðlagningu ferðalaga á markaði, en of lágt verð leiðir til óhagkvæmrar áhættutöku sem slíku gjaldi er falið að leiðrétta,“ segir í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra til Ríkisstjórnarinnar.
„Ábatinn birtist með augljósustum hætti í tekjum ferðaþjónustunnar en ekki er við því að búast að ferðamenn sæki landið heim í teljandi mæli séu þeir krafðir um smitgát eða sóttkví í marga daga eftir komu til landsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira