Lundinn sækir sér prik til að klóra sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 20:30 Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér. Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér.
Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira