Leikarinn Stan Kirsch fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles en TMZ greinir frá.
Krisch lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum Highlander, JAG, General Hospital og í Friends.
Þar lék hann ungan mann sem var í stuttu sambandi með Monica og átti að vera mörgum árum yngri en hún.
Eiginkona Kirsch kom að honum á heimili þeirra en TMZ greinir frá því að hann hafi svipt sig lífi.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.
Nánari upplýsingar hér.