Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 15:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira
Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00