Formaður fagnar öðrum þræði því að hestamenn séu fúlir Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2020 12:41 Tómas Þór og afreksknapinn Jóhann Rúnar en hestafólk telur hann grátt leikinn af íþróttafréttamönnum. visir/vilhelm/berglind Hestamenn hafa verið sniðgengnir, hunsaðir – þeir geta ekki lesið annað úr stöðunni eftir að niðurstaðan í kjöri á íþróttamanni ársins lá fyrir. Þetta segir Lárus Ástmar Hannesson formaður Landsambands hestamanna. Tómas Þór Þórðarson er formaður samtaka íþróttafréttamanna og hann veit ekki alveg hvað er hægt að gera í málinu. Hundfúlir hestamenn Hestmenn eru hundfúlir. Þeim þykir freklega fram hjá sér og sínum manni gengið. Afreksknapanum Jóhanni Rúnari Skúlasyni sem komst ekki á lista yfir þá tíu sem svo kepptu um titilinn. „Við erum með knapa sem keppir á æðsta vettvangi hestamennskunnar. Heimsmeistaramóti. Það eru níu heimsmeistaratitlar í boði og hann vinnur þrjá þeirra og fær að auk sérstaka viðurkenningu fyrir frábæra reiðmennsku á mótinu,“ segir Lárus Ástmar sem telur íslenska íþróttafréttamenn gersamlega úti í móa með val sitt á íþróttamanni ársins. Hestamenn telja sig grátt leikna.Vísir hefur fjallað um megna óánægju hestamanna en rætt var sérstaklega við Lárus Ástmar um málið í Bítinu nú í morgun. Þar segir hann meðal annars hestamenn hafa kallað eftir svörum frá samtökum íþróttafréttamanna en þar er formaður Tómas Þór Þórðarson. Tómas Þór segir það ekki svo að íþróttafréttamenn hati knapa þegar hann er spurður hreint út hvort svo sé. Hann veit reyndar ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. „Ég veit ekki hvað skal segja? Það eru 28 íþróttafréttamenn sem kjósa. Og erfitt fyrir mig að tala fyrir 27 aðra í því sambandi þar sem kosningin er leynileg.“ Lárus Ástmar telur íþróttafréttamenn hafa hunsað hestamenn þegar þeir völdu íþróttafólk ársins.berglind Jóhann Rúnar lenti þar í 12. sæti og Landssambandið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir lýsa furðu sinni á þeirri niðurstöðu. „Þeir sem vinna við þetta kusu og þeir kjósa eftir sínu höfði. Að þessu sinni rataði hann ekki á topp tíu og er ekki fyrsti íþróttamaðurinn í sögunni, og væntanlega ekki sá síðasti heldur, sem er ósáttur við kjörið. En, jákvætt að menn vilji vera á listanum, til þess er nú leikurinn gerður, að fólk vilji vera þarna á topp tíu listanum.“ Fagnar fúlheitunum út af fyrir sig Tómas Þór segir að eins asnalegt og það sé megi út af fyrir sig fagna því að hestamenn séu ósáttir því það sýni að þetta skipti máli. Og sýni að menn hafi metnað og vilji vera þar á lista. „Það er auðvelt að skilja gremjuna, að maðurinn og sambandið sé svekkt. En, ég veit það ekki… ég finn ekki alveg orðin. Það er voðalega lítið hægt að gera. Það er ekki eins og hann hafi gersamlega gleymst.“En, hestamenn kalla eftir svörum?„Já, eins og ég segi. Ég veit ekki alveg hvað ætti að gera? Í gegnum tíðina, löngu áður en ég varð formaður, hafa sérsambönd og einstaklingar, foreldrar, bræður og systur og vinir verið ósátt við eitthvað sem tengist kjörinu. Gott ef ekki bara þjóðin öll,“ segir Tómas. Hann bendir á að ekki sé langt síðan mikil reiði braust út þegar Aníta Hinriksdóttir vann ekki. Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni-Reykjum, heimsmeistari í tölti T1. Hann hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.berglind „Það er alltaf einhver ósáttur. Þetta er bara eins og í íþróttunum, einn sem vinnur og hinir vinna ekki og þá er alltaf einhver ósáttur. Það er langt frá því að menn vilji gera lítið úr hinum merka árangri Jóhanns. Hann stóð sig frábærlega á árinu. En, þetta er bara kosning. að þessu sinni hlaut hann ekki nægan hljómgrunn til að komast á topp tíu. En, það verður örugglega einhver í framtíðinni sömuleiðis svekktur að komast ekki á topp tíu.“ Hinn stórkostlegi knapi fékk ekki nógu mörg stig Ljóst er að formaðurinn á erfitt með að fóta sig í þessari stöðu og hinni sérkennilegu umræðu sem upp er komin. En, að því er látið liggja meðal hestamanna að íþróttafréttamenn skilji ekki hestamennsku? Tómas Þór hafnar því alfarið. „Ég held að íslenskir íþróttafréttamenn hafi í gegnum tíðina verið sér fyllilega meðvitaðir um mikilvægi íslenska hestsins. Sigurbjörn Bárðarson var kjörinn íþróttamaður ársins á sínum tíma þannig að fyrir margt löngu er búið að setja það fordæmi. Þannig að einhver skilningur er þar fyrir hendi. Hestamennska fær mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Hestamennska var í nokkur ár í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, er nú á Ríkissjónvarpinu … þessu hefur verið sinnt. Landsmóti hestamanna hefur verið gerð góð skil bæði í sjónvarpi og neti.“ Tómas Þór veit ekki alveg hvað segja skal um óánægju hestamanna. En, fagnar henni þó öðrum þræði því hún sýni að menn vilji vera á listanum. Tómas Þór segir hestamennskuna vinsæla íþrótt og það hafi speglast í fjölmiðlum. Hvort heldur er litið til greinarinnar sem afþreyingar eða sem keppni. „Fullt af fólki sem stundar þetta, er gríðarlega vinsælt og fær þá verðskuldaða umfjöllun. Flott grein. Ég get lofsamað hana í allan dag en bara í ár fékk þessi annars stórkostlegi knapi ekki nógu mörg stig til að komast á topp tíu. eins svekkjandi og það er. En, ég fagna því að þetta skipti íslenska hestamenn svo miklu máli. Eins asnalegt og það er að segja í þessu samhengi,“ segir Tómas Þór. Árlegur fundur og farið yfir stöðuna Formaðurinn útskýrir að þannig sé að í desember sé árlega haldinn fundur á vegum samtaka íþróttafréttamanna, þá hittist fulltrúar sérsambandanna og farið er yfir það hverjir hafi verið að gera góða hluti á árinu. „Þessi fundur er haldinn sérstaklega til að allir séu við sama borð og enginn gleymist, þó það sé vont orð. Þar var meðal annars rætt um Jóhann og allir voru sér fullmeðvitaðir um hans frábæru afrek á árinu. Svo er þetta bara kosning. Og hann fékk ekki nógu mörg stig. Það er ekki þannig að við skiljum ekki hestamennsku né að ekki sé fjallað um greinina. Þetta var bara svona í ár.“ Hestar Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sportpakkinn: Hver af þessum tíu verður kosinn Íþróttamaður ársins í kvöld? Í dag kemur í ljós hver verður valinn Íþróttamaður ársins fyrir árið 2019 en á Þorláksmessu var greint frá því hvaða tíu fengu flest atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. Kjörinu verður lýst í Hörpu í kvöld. 28. desember 2019 11:00 „Þetta er bara algjör hundsun“ Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. 23. desember 2019 19:31 Fyrsti keilumaðurinn sem er meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins Keilumaðurinn Arnar Davíð Jónsson er einn þeirra tíu sem fékk flest atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 16:00 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hestamenn hafa verið sniðgengnir, hunsaðir – þeir geta ekki lesið annað úr stöðunni eftir að niðurstaðan í kjöri á íþróttamanni ársins lá fyrir. Þetta segir Lárus Ástmar Hannesson formaður Landsambands hestamanna. Tómas Þór Þórðarson er formaður samtaka íþróttafréttamanna og hann veit ekki alveg hvað er hægt að gera í málinu. Hundfúlir hestamenn Hestmenn eru hundfúlir. Þeim þykir freklega fram hjá sér og sínum manni gengið. Afreksknapanum Jóhanni Rúnari Skúlasyni sem komst ekki á lista yfir þá tíu sem svo kepptu um titilinn. „Við erum með knapa sem keppir á æðsta vettvangi hestamennskunnar. Heimsmeistaramóti. Það eru níu heimsmeistaratitlar í boði og hann vinnur þrjá þeirra og fær að auk sérstaka viðurkenningu fyrir frábæra reiðmennsku á mótinu,“ segir Lárus Ástmar sem telur íslenska íþróttafréttamenn gersamlega úti í móa með val sitt á íþróttamanni ársins. Hestamenn telja sig grátt leikna.Vísir hefur fjallað um megna óánægju hestamanna en rætt var sérstaklega við Lárus Ástmar um málið í Bítinu nú í morgun. Þar segir hann meðal annars hestamenn hafa kallað eftir svörum frá samtökum íþróttafréttamanna en þar er formaður Tómas Þór Þórðarson. Tómas Þór segir það ekki svo að íþróttafréttamenn hati knapa þegar hann er spurður hreint út hvort svo sé. Hann veit reyndar ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. „Ég veit ekki hvað skal segja? Það eru 28 íþróttafréttamenn sem kjósa. Og erfitt fyrir mig að tala fyrir 27 aðra í því sambandi þar sem kosningin er leynileg.“ Lárus Ástmar telur íþróttafréttamenn hafa hunsað hestamenn þegar þeir völdu íþróttafólk ársins.berglind Jóhann Rúnar lenti þar í 12. sæti og Landssambandið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir lýsa furðu sinni á þeirri niðurstöðu. „Þeir sem vinna við þetta kusu og þeir kjósa eftir sínu höfði. Að þessu sinni rataði hann ekki á topp tíu og er ekki fyrsti íþróttamaðurinn í sögunni, og væntanlega ekki sá síðasti heldur, sem er ósáttur við kjörið. En, jákvætt að menn vilji vera á listanum, til þess er nú leikurinn gerður, að fólk vilji vera þarna á topp tíu listanum.“ Fagnar fúlheitunum út af fyrir sig Tómas Þór segir að eins asnalegt og það sé megi út af fyrir sig fagna því að hestamenn séu ósáttir því það sýni að þetta skipti máli. Og sýni að menn hafi metnað og vilji vera þar á lista. „Það er auðvelt að skilja gremjuna, að maðurinn og sambandið sé svekkt. En, ég veit það ekki… ég finn ekki alveg orðin. Það er voðalega lítið hægt að gera. Það er ekki eins og hann hafi gersamlega gleymst.“En, hestamenn kalla eftir svörum?„Já, eins og ég segi. Ég veit ekki alveg hvað ætti að gera? Í gegnum tíðina, löngu áður en ég varð formaður, hafa sérsambönd og einstaklingar, foreldrar, bræður og systur og vinir verið ósátt við eitthvað sem tengist kjörinu. Gott ef ekki bara þjóðin öll,“ segir Tómas. Hann bendir á að ekki sé langt síðan mikil reiði braust út þegar Aníta Hinriksdóttir vann ekki. Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni-Reykjum, heimsmeistari í tölti T1. Hann hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.berglind „Það er alltaf einhver ósáttur. Þetta er bara eins og í íþróttunum, einn sem vinnur og hinir vinna ekki og þá er alltaf einhver ósáttur. Það er langt frá því að menn vilji gera lítið úr hinum merka árangri Jóhanns. Hann stóð sig frábærlega á árinu. En, þetta er bara kosning. að þessu sinni hlaut hann ekki nægan hljómgrunn til að komast á topp tíu. En, það verður örugglega einhver í framtíðinni sömuleiðis svekktur að komast ekki á topp tíu.“ Hinn stórkostlegi knapi fékk ekki nógu mörg stig Ljóst er að formaðurinn á erfitt með að fóta sig í þessari stöðu og hinni sérkennilegu umræðu sem upp er komin. En, að því er látið liggja meðal hestamanna að íþróttafréttamenn skilji ekki hestamennsku? Tómas Þór hafnar því alfarið. „Ég held að íslenskir íþróttafréttamenn hafi í gegnum tíðina verið sér fyllilega meðvitaðir um mikilvægi íslenska hestsins. Sigurbjörn Bárðarson var kjörinn íþróttamaður ársins á sínum tíma þannig að fyrir margt löngu er búið að setja það fordæmi. Þannig að einhver skilningur er þar fyrir hendi. Hestamennska fær mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Hestamennska var í nokkur ár í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, er nú á Ríkissjónvarpinu … þessu hefur verið sinnt. Landsmóti hestamanna hefur verið gerð góð skil bæði í sjónvarpi og neti.“ Tómas Þór veit ekki alveg hvað segja skal um óánægju hestamanna. En, fagnar henni þó öðrum þræði því hún sýni að menn vilji vera á listanum. Tómas Þór segir hestamennskuna vinsæla íþrótt og það hafi speglast í fjölmiðlum. Hvort heldur er litið til greinarinnar sem afþreyingar eða sem keppni. „Fullt af fólki sem stundar þetta, er gríðarlega vinsælt og fær þá verðskuldaða umfjöllun. Flott grein. Ég get lofsamað hana í allan dag en bara í ár fékk þessi annars stórkostlegi knapi ekki nógu mörg stig til að komast á topp tíu. eins svekkjandi og það er. En, ég fagna því að þetta skipti íslenska hestamenn svo miklu máli. Eins asnalegt og það er að segja í þessu samhengi,“ segir Tómas Þór. Árlegur fundur og farið yfir stöðuna Formaðurinn útskýrir að þannig sé að í desember sé árlega haldinn fundur á vegum samtaka íþróttafréttamanna, þá hittist fulltrúar sérsambandanna og farið er yfir það hverjir hafi verið að gera góða hluti á árinu. „Þessi fundur er haldinn sérstaklega til að allir séu við sama borð og enginn gleymist, þó það sé vont orð. Þar var meðal annars rætt um Jóhann og allir voru sér fullmeðvitaðir um hans frábæru afrek á árinu. Svo er þetta bara kosning. Og hann fékk ekki nógu mörg stig. Það er ekki þannig að við skiljum ekki hestamennsku né að ekki sé fjallað um greinina. Þetta var bara svona í ár.“
Hestar Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sportpakkinn: Hver af þessum tíu verður kosinn Íþróttamaður ársins í kvöld? Í dag kemur í ljós hver verður valinn Íþróttamaður ársins fyrir árið 2019 en á Þorláksmessu var greint frá því hvaða tíu fengu flest atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. Kjörinu verður lýst í Hörpu í kvöld. 28. desember 2019 11:00 „Þetta er bara algjör hundsun“ Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. 23. desember 2019 19:31 Fyrsti keilumaðurinn sem er meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins Keilumaðurinn Arnar Davíð Jónsson er einn þeirra tíu sem fékk flest atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 16:00 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sportpakkinn: Hver af þessum tíu verður kosinn Íþróttamaður ársins í kvöld? Í dag kemur í ljós hver verður valinn Íþróttamaður ársins fyrir árið 2019 en á Þorláksmessu var greint frá því hvaða tíu fengu flest atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. Kjörinu verður lýst í Hörpu í kvöld. 28. desember 2019 11:00
„Þetta er bara algjör hundsun“ Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. 23. desember 2019 19:31
Fyrsti keilumaðurinn sem er meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins Keilumaðurinn Arnar Davíð Jónsson er einn þeirra tíu sem fékk flest atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 16:00
Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00
Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 28. desember 2019 21:15