Ragnar með tilboð frá Skandinavíu og Tyrklandi: Til í að prófa Asíu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. janúar 2020 12:30 Ragnar í landsleik gegn Sviss á síðasta ári. vísir/epa Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er með tilboð frá bæði Skandinavíu og Tyrklandi en miðvörðurinn knái er án liðs eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov á dögunum. Ragnar hafði verið í herbúðum Rostov frá árinu 2018 en áður hafði hann meðal annars leikið með FCK, Krasnodar og Fulham. Miðvörðurinn öflugi var í viðtali hjá Bjarna Helgasyni í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir næstu skref. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil-vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands,“ sagði Ragnar. „Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá óvissu en janúarglugginn verður opinn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætis tíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur komið víða við á ferlinum en hann segir að hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref eða í hvaða landi hann verður. „Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinavíu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FCK hefur verið nefnt til sögunnar en Ragnar lék þar við góðan orðstír frá 2011 til 2014. Hann er í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og Ragnar útilokar það ekki. Det er op til FCK om Ragnar Sigurdsson skal tilbage i den hvide trøje. Hører islændingen selv er mere end klar på et gensyn. #sldk#transferdk— Søren Sorgenfri (@SSorgenfri) January 2, 2020 „Mér leið mjög vel í Kaupmannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi.“ Ragnar bætti við að lokum að hann ætli ekki að flýta sér að taka ákvörðun um næsta áfangastað og að hann muni bíða eftir rétta tilboðinu. Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10 Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er með tilboð frá bæði Skandinavíu og Tyrklandi en miðvörðurinn knái er án liðs eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov á dögunum. Ragnar hafði verið í herbúðum Rostov frá árinu 2018 en áður hafði hann meðal annars leikið með FCK, Krasnodar og Fulham. Miðvörðurinn öflugi var í viðtali hjá Bjarna Helgasyni í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir næstu skref. „Ég er búinn að vera í fríi núna sem hefur verið bæði gott fyrir mig og líka nauðsynlegt. Það er mikil-vægt að hlaða batteríin öðru hverju og það er alltaf gott að koma heim til Íslands,“ sagði Ragnar. „Að sama skapi er alltaf óþægilegt þegar framtíðin er í smá óvissu en janúarglugginn verður opinn út mánuðinn og ég hef þess vegna ágætis tíma til þess að ákveða næstu skref á ferlinum.“ Ragnar hefur komið víða við á ferlinum en hann segir að hann sé ekki búinn að ákveða næstu skref eða í hvaða landi hann verður. „Ég er alveg til í að prófa nýja hluti og spila í Asíu sem dæmi. Eins set ég það ekki fyrir mig að vera áfram í Rússlandi og þá leið mér alltaf mjög vel í Skandinavíu þegar ég spilaði þar þannig að það má alveg segja sem svo að ég sé í raun opinn fyrir nánast öllu.“ FCK hefur verið nefnt til sögunnar en Ragnar lék þar við góðan orðstír frá 2011 til 2014. Hann er í guðatölu hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins og Ragnar útilokar það ekki. Det er op til FCK om Ragnar Sigurdsson skal tilbage i den hvide trøje. Hører islændingen selv er mere end klar på et gensyn. #sldk#transferdk— Søren Sorgenfri (@SSorgenfri) January 2, 2020 „Mér leið mjög vel í Kaupmannahöfn og það er ein af mínum uppáhaldsborgum í dag. Eins og ég sagði áðan er ég opinn fyrir flestu og ég er með nokkur tilboð í höndunum, meðal annars frá Skandinavíu og Tyrklandi.“ Ragnar bætti við að lokum að hann ætli ekki að flýta sér að taka ákvörðun um næsta áfangastað og að hann muni bíða eftir rétta tilboðinu.
Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10 Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Ragnar yfirgefur Rostov Ragnar Sigurðsson er laus allra mála frá rússneska félaginu Rostov. Hann komst að samkomulagi við félagið um að rifta samningi sínum í dag. 23. desember 2019 17:10
Ragnar í viðræðum við liðið í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er að öllum líkindum á leið í tyrkneska boltann. 27. desember 2019 11:48