Rafmagnslaust á Vesturlandi: „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:58 Rætt var við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins. Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins.
Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira