Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 16:10 Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans þurfa að snúa við afar döpru gengi AIK. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október. Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október.
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00
Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35
Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00