Tilslakanir í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:33 Frá fundi dagsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Una Hildardóttir. vísir/egill Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira