Fótbolti

Arnór Ingvi spilaði í sigri Malmö

Ísak Hallmundarson skrifar
Arnór í leik með Malmö.
Arnór í leik með Malmö. getty/Lars Ronbog

Arnór Ingvi Traustason kom inná sem varamaður í 1-0 útisigri Malmö FF á Falkenbergs.

Malmö varð fyrir áfalli í upphafi leiks þegar Isaac Kiese Thelin fékk rauða spjaldið á 8. mínútu og Malmö manni færri á vellinum. Þeir náðu þó að skora strax á 10. mínútu þegar Jo Inge Berget kom þeim yfir.

Staðan í hálfleik 1-0 og Malmö sem spilaði leikinn manni færri frá 8. mínútu hélt út þar til leiknum lauk. Arnór Ingvi kom inná völlinn á 63. mínútu í staðinn fyrir Soeren Rieks.

Malmö er eftir leikinn á toppi deildarinnar með 31 stig, sex stigum meira en Ísak Bergmann og félagar í Norrköping. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×