Ísland yfir mörkum en fer samt ekki á rauða lista Norðmanna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 16:31 Íslendingar geta heimsótt Osló án þess að sæta sóttkví. Getty/Sean Gallup Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira