Ísland yfir mörkum en fer samt ekki á rauða lista Norðmanna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 16:31 Íslendingar geta heimsótt Osló án þess að sæta sóttkví. Getty/Sean Gallup Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Fjögur Evrópulönd sluppu þó ekki við þau örlög en ferðamenn sem koma frá Frakklandi, Mónakó, Sviss og Tékklandi munu þurfa að fara í sóttkví ferðist þeir til Noregs. Yfirvöld í Noregi hafa miðað við 20 smit á hverja 100.000 íbúa þegar ákvarðað er hvaða ferðamenn þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Í dag er nýgengi á Íslandi 22,4 samkvæmt covid.is og ætti Ísland því að hafna á rauða listanum. Málið er þó ekki svo einfalt því norsk yfirvöld leggja aðra þætti einnig til mats á hvaða ríki hljóta þau örlög að lenda á listanum. Er litið til þess hve útbreitt smit er í landinu og hvort að faraldurinn sé stjórnlaus eður ei. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Ísland hafni ekki á listanum þar sem að talið sé að sóttvarnayfirvöld hafi náð stjórn á faraldrinum. „Ísland er lítið land með milli 3-400.000 íbúa. Þar þarf ekki nema 40 til 60 tilfelli á einni viku til þess að þau séu komin yfir mörkin. Það útskýrir af hverju Ísland er yfir mörkunum,“ sagði Espen Nakstad hjá landlæknisembætti Noregs. Þá var staða innan Svíþjóðar uppfærð í gögnum norskra yfirvalda. Ferðalangar frá fjórum svæðum Svíþjóðar sleppa við sóttkví á meðan að ferðamenn frá Skáni og Kronoberg munu aftur þurfa að fara í sóttkví. Auk Íslands ættu bæði Pólland og Holland að vera á rauða listanum hjá norskum stjórnvöldum en eru það ekki. Norðmenn hafa áður tekið góðan tíma í að meta stöðuna áður en að löndum er komið á listann.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira