Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 11:30 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir. Stöð 2 „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira