Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 23:00 Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20
Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11