Ný höft tekið gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 12:00 Fólk safnaðist saman við Orkuhúsið í morgun til að komast í hina svokölluðu seinni skimun. Eins og sjá má voru tveggja metra fjarlægðarmörk í fyrirrúmi. vísir/arnar Nýr kafli í baráttu landsmanna við kórónuveiruna hófst á hádegi. Eftir síaukið frjálsræði frá 4. maí síðastliðnum voru aðgerðir hertar aftur eftir fjölgun smitaðra að undanförnu. Nú eru 50 í einangrun í landinu og hafa ekki verið fleiri síðan 2. maí. Til að sporna við frekari útbreiðslu voru neðangreind höft innleidd á hádegi. Þau verða í gildi næstu tvær vikurnar hið minnsta. Aðgerðirnar eru: • Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin. • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. • Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu ættu að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leiðbeiningum sóttvarnalæknis. • Vinnustaðir, opinberar byggingar, verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skipuleggi starfsemi sína í samræmi við ofangreint og skulu tryggja að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstaklinga. • Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skulu tryggja aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa, sinna vel þrifum og sótthreinsun yfirborða eins oft og unnt er og minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum. Starfsemi sundlauga í Reykjavík verður löguð að þeim fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á hádegi.Vísir/Vilhelm Gunnarsson • Sundlaugar og veitingastaðir skulu tryggja að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis. • Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir skulu gera hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda. • Söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir eiga að gera hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum. Breytingar á landamærunum Tvöföld sýnataka við komuna til landsins var útvíkkuð. Hún nær nú til allra sem koma frá áhættusvæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur. Þau skulu jafnframt viðhafa heimkomusmitgát og skal seinni sýnatakan fara fram á fjórða til sjötta degi Íslandsferðar. Sú fyrri fer áfram við komuna til landsins. Ef þessi ráðstöfun ber ekki árangur og innlend smit koma upp tengd komufarþegum þrátt fyrir beitingu þessara ráðstafana þarf hugsanlega að efla aðgerðir á landamærum enn frekar, að sögn hins opinbera. Röðin við Orkuhúsið náði nánast að Ármúla.vísir/arnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. 31. júlí 2020 10:10 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Nýr kafli í baráttu landsmanna við kórónuveiruna hófst á hádegi. Eftir síaukið frjálsræði frá 4. maí síðastliðnum voru aðgerðir hertar aftur eftir fjölgun smitaðra að undanförnu. Nú eru 50 í einangrun í landinu og hafa ekki verið fleiri síðan 2. maí. Til að sporna við frekari útbreiðslu voru neðangreind höft innleidd á hádegi. Þau verða í gildi næstu tvær vikurnar hið minnsta. Aðgerðirnar eru: • Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin. • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. • Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu ættu að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leiðbeiningum sóttvarnalæknis. • Vinnustaðir, opinberar byggingar, verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skipuleggi starfsemi sína í samræmi við ofangreint og skulu tryggja að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstaklinga. • Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skulu tryggja aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa, sinna vel þrifum og sótthreinsun yfirborða eins oft og unnt er og minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum. Starfsemi sundlauga í Reykjavík verður löguð að þeim fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á hádegi.Vísir/Vilhelm Gunnarsson • Sundlaugar og veitingastaðir skulu tryggja að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis. • Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir skulu gera hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda. • Söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir eiga að gera hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum. Breytingar á landamærunum Tvöföld sýnataka við komuna til landsins var útvíkkuð. Hún nær nú til allra sem koma frá áhættusvæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur. Þau skulu jafnframt viðhafa heimkomusmitgát og skal seinni sýnatakan fara fram á fjórða til sjötta degi Íslandsferðar. Sú fyrri fer áfram við komuna til landsins. Ef þessi ráðstöfun ber ekki árangur og innlend smit koma upp tengd komufarþegum þrátt fyrir beitingu þessara ráðstafana þarf hugsanlega að efla aðgerðir á landamærum enn frekar, að sögn hins opinbera. Röðin við Orkuhúsið náði nánast að Ármúla.vísir/arnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. 31. júlí 2020 10:10 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08
Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41
Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún. 31. júlí 2020 10:10