Rigning og rok torvelda ferðalög Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:40 Ferðalangar á Suður- og Austurlandi ættu að hafa varann á. Veðurstofa Íslands Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og býst Veðurstofan við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Af þessum sökum eru þrjár veðurviðvaranir í gildi. Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi núna klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis. Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni. Á Austfjörðum er svo varað við talsverðri eða mikilli rigningu fram á kvöld. Búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur það valdið tjóni og raskað samgöngum. Þessu mun fylgja aukið álag á fráveitukerfi og er fólk því beðið að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Veðrið verður þó skárra á morgun að sögn Veðurstofunnar, hægari vindur og lítilsháttar væta nema á suðaustantil landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustan 8-13 m/s um landið A-vert og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Bjart með köflum NA-til, talsverð rigning á SA-landi og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og V-lands. Á sunnudag:Breytileg átt 5-13 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða. Á þriðjudag:Austlæg átt og skúrir, en þurrt á N-verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag:Suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Alldjúp lægð nálgast nú landið úr suðri. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt víða um land, en hvassviðri eða stormur við suðausturströndina fram eftir degi. Það rignir um allt land og býst Veðurstofan við úrhelli á Austfjörðum og Suðausturlandi. Af þessum sökum eru þrjár veðurviðvaranir í gildi. Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi núna klukkan 7 á Suðausturlandi og stendur til hádegis. Þar er varað við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, t.d. undir Öræfajökli og við Reynisfjall. Þetta getur skapað hættuleg akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Jafnframt er varað við hvassviðri á Suðurlandi til klukkan 18 í kvöld. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, þar verður vindhraði um 15 til 20 m/s og geta vindhviður náð 30 m/s. Þar geta jafnframt skapast hættuleg veðurskilyrði fyrir fólk á ferðinni. Á Austfjörðum er svo varað við talsverðri eða mikilli rigningu fram á kvöld. Búast megi við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum, sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur það valdið tjóni og raskað samgöngum. Þessu mun fylgja aukið álag á fráveitukerfi og er fólk því beðið að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Veðrið verður þó skárra á morgun að sögn Veðurstofunnar, hægari vindur og lítilsháttar væta nema á suðaustantil landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustan 8-13 m/s um landið A-vert og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, annars hægari vindur. Bjart með köflum NA-til, talsverð rigning á SA-landi og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og V-lands. Á sunnudag:Breytileg átt 5-13 og rigning eða skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Norðlæg eða breytileg átt og skúrir, en rigning A-lands. Hiti 8 til 15 stig, mildast sunnan heiða. Á þriðjudag:Austlæg átt og skúrir, en þurrt á N-verðu landinu. Hiti 7 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag:Suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira