Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 11:09 Svandís Svavarsdóttir hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15
Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47