Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 11:09 Svandís Svavarsdóttir hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15
Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47