Henry lagði Guðlaug Victor í einelti en bauð honum svo í heimsókn Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu mótsleikjum, sem hægri bakvörður. Hér er hann á ferðinni gegn Andorra. VÍSIR/VILHELM Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan. MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira