Miklar líkur taldar á hertari aðgerðum í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:11 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að samkomuhöft verði þrengd. Það sé öllum fyrir bestu. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49
Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53