Björguðu einmana lunda á miðjum Langjökli Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 13:14 Líkt og sjá má var lundinn Þormar Jökull nánast einn í heiminum þar til hópurinn fann hann. Aðsend Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra. Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. „Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi. „Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega. Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn. „Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís. Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu. Dýr Borgarbyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Starfsfólk á sveitabænum Kjóastöðum lenti í óvæntu atviki á Langjökli í gær þegar þeir rákust á lunda á miðjum jöklinum. Hópurinn hafði verið í skemmtiferð á jöklinum þegar lundinn varð á vegi þeirra. Ásdís Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem voru í ferðinni og segir hún lundann hafa staðið á jöklinum eins og „illa gerður hlutur“ þegar þau keyrðu fram hjá. „Hann reyndi smá að fara í burtu en gat það ekkert, þannig við löbbuðum að honum og náðum honum.“Aðsend Lundinn, sem hefur fengið nafnið Þormar Jökull, fylgdi þeim aftur niður af jöklinum og var honum sleppt í Borgarnesi. „Við keyrðum í Borgarnes og slepptum honum þar á höfninni. Hann var voða glaður með það,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Sungu afmælissönginn þegar þau slepptu honum Hún segir það hafa verið lítið mál að ná lundanum, hann hafi reynt að færa sig til en það hafi gengið erfiðlega. Þegar hópurinn var kominn í Borgarnes var ákveðið að leyfa Þormari Jökli að fljúga burt. Ákváðu þau að gera kveðjustundina ögn hátíðlegri með því að syngja afmælissönginn. „Það var afmæli um daginn og þetta eru útlenskar stelpur sem eru hérna, og þær lærðu afmælissönginn. Þannig þetta var eina lagið sem við kunnum öll,“ segir Ásdís. Hér að neðan má sjá þegar lundinn Þormar Jökull kvaddi hópinn og flaug í burtu.
Dýr Borgarbyggð Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira