Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 15:21 Halldór Benjamín telur Ragnar Þór vera kominn langt út fyrir sitt verksvið: „Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR.“ visir/vilhelm „Við finnum einfaldlega að því að að VR kjósi að stilla stjórnarmönnum sínum upp við vegg með þessum hætti og hafa þar með, í þessu tilviki, óeðlileg áhrif á fjárfestingarákvarðanir í hlutafjárútboði Icelandair,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR haft sig mjög í frammi í tengslum við kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. SA hefur sent sérstakt erindi til Seðlabanka Íslands þar sem þess er óskað að hann grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Vísi. Halldór Benjamín er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs, og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Við viljum að fjármálaeftirlit Seðlabankans leggi mat sitt á hvort það samræmist lögum og reglum. Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR. Og þá er engu skeytt um leikreglur. Þarna er einfaldlega verið að gefa sjóðsfélögum og Seðlabankanum langt nef og trúverðugleiki bankans er undir í þessu máli.“ Skorar á FME að skoða möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins Uppfært 15:44 Vísir innti Ragnar Þór eftir viðbrögðum hans við þessu útspili SA. Hann segist skora á SA til viðræðna um að hvorki SA né stéttarfélögin skipi í stjórnir sjóðanna. „Að lögum verði breytt þannig að sjóðfélagar kjósi stjórnir sjóðanna sjálfir. Þannig gætum við vonandi takmarkað þann grímulausa þjófnað sem atvinnulífið hefur stundað áratugum saman á eftirlaunasjóðum launafólks. Í algjöru skjóli er virðist frá eftirlitsaðilum.“ Ragnar Þór segir að þetta hljóti að vera auðsótt miðað við yfirlýsingu SA. „Svo skora ég á FME að taka til skoðunar möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins sem snýr að aðgerðarleysi stjórna sjóðanna í þeim fjölmörgu spillingarmálum sem komið hafa upp undanfarin ár og þar af nógu að taka.“ Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
„Við finnum einfaldlega að því að að VR kjósi að stilla stjórnarmönnum sínum upp við vegg með þessum hætti og hafa þar með, í þessu tilviki, óeðlileg áhrif á fjárfestingarákvarðanir í hlutafjárútboði Icelandair,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint skilmerkilega frá hefur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR haft sig mjög í frammi í tengslum við kjarabaráttu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. SA hefur sent sérstakt erindi til Seðlabanka Íslands þar sem þess er óskað að hann grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Það er alveg sama hvar drepið er niður. Þarna innanborðs eru bara óhæfir stjórnendur og við hljótum að gera kröfu um að stærstu eigendur félagsins, lífeyrissjóðirnir, kalli til hluthafafundar þar sem gerð verði krafa um að stjórnendum verði tafarlaust skipt út,“ sagði Ragnar Þór í samtali við Vísi. Halldór Benjamín er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs, og telur hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið. „Við viljum að fjármálaeftirlit Seðlabankans leggi mat sitt á hvort það samræmist lögum og reglum. Þetta er nefnilega ekki eina dæmið, heldur virðist svona útspil í pólítískum tilgangi vera árviss viðburður úr herbúðum VR. Og þá er engu skeytt um leikreglur. Þarna er einfaldlega verið að gefa sjóðsfélögum og Seðlabankanum langt nef og trúverðugleiki bankans er undir í þessu máli.“ Skorar á FME að skoða möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins Uppfært 15:44 Vísir innti Ragnar Þór eftir viðbrögðum hans við þessu útspili SA. Hann segist skora á SA til viðræðna um að hvorki SA né stéttarfélögin skipi í stjórnir sjóðanna. „Að lögum verði breytt þannig að sjóðfélagar kjósi stjórnir sjóðanna sjálfir. Þannig gætum við vonandi takmarkað þann grímulausa þjófnað sem atvinnulífið hefur stundað áratugum saman á eftirlaunasjóðum launafólks. Í algjöru skjóli er virðist frá eftirlitsaðilum.“ Ragnar Þór segir að þetta hljóti að vera auðsótt miðað við yfirlýsingu SA. „Svo skora ég á FME að taka til skoðunar möguleg umboðssvik og spillingu innan lífeyriskerfisins sem snýr að aðgerðarleysi stjórna sjóðanna í þeim fjölmörgu spillingarmálum sem komið hafa upp undanfarin ár og þar af nógu að taka.“
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39