Afkastageta fimmtánfaldast með nýjum verkferlum Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 14:33 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans lagði áherslu á að þjóðin sýndi þolgæði eða þrautseigju á komandi misserum. Lögreglan Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Páll var einn þeirra sem stóðu fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem haldinn var í dag. Páll segir að allt hafi þetta tekist af tilstilli frábærs starfsfólks bæði Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar sem áður sinnti skimun á landamærunum. Landspítalinn hefur nú tekið við skimun á landamærunum og frá og með síðasta sunnudegi fer öll vinnsla fram í húsnæði Sýkla- og veirufræðideildarinnar við Ármúla. Páll sagði að yfir 2000 sýni hefðu verið meðhöndluð í gær og gekk að hans sögn allt vel fyrir sig. „Sú aðferð að keyra saman fimm skimunarsýni reynist vel og nýtir betur tæki og hvarfefni en kallar á móti á flóknari ferla,“ sagði Páll. Forstjórinn segir að sérhannað tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldi utan um sýni hafi verið aðlagað aðstæðum á veirufræðideildar og kann hann starfsfólki ÍE miklar þakkir. Páll sagði að eftir að ljóst yrði að spítalinn myndi taka við landamæraskimun hafi allir farið upp á dekk við að tryggja það að spítalinn gæti tekið við verkefninu krefjandi og flókna sem bar brátt að. „Bókstaflega var lögð nótt við nýtan dag,“ sagði Páll sem sagði að tryggja hefði þurft mannskap, breytingar á húsnæði en það flóknasta hafi verið að setja upp og búa til nýja verkferla. Þetta hafi allt tekist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Afkastageta Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í greiningu kórónuveirusmita úr sýnum hefur fimmtán faldast að mati starfsfólks og mun aukast enn á næstu vikum og mánuðum að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Páll var einn þeirra sem stóðu fyrir svörum á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins sem haldinn var í dag. Páll segir að allt hafi þetta tekist af tilstilli frábærs starfsfólks bæði Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar sem áður sinnti skimun á landamærunum. Landspítalinn hefur nú tekið við skimun á landamærunum og frá og með síðasta sunnudegi fer öll vinnsla fram í húsnæði Sýkla- og veirufræðideildarinnar við Ármúla. Páll sagði að yfir 2000 sýni hefðu verið meðhöndluð í gær og gekk að hans sögn allt vel fyrir sig. „Sú aðferð að keyra saman fimm skimunarsýni reynist vel og nýtir betur tæki og hvarfefni en kallar á móti á flóknari ferla,“ sagði Páll. Forstjórinn segir að sérhannað tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar sem haldi utan um sýni hafi verið aðlagað aðstæðum á veirufræðideildar og kann hann starfsfólki ÍE miklar þakkir. Páll sagði að eftir að ljóst yrði að spítalinn myndi taka við landamæraskimun hafi allir farið upp á dekk við að tryggja það að spítalinn gæti tekið við verkefninu krefjandi og flókna sem bar brátt að. „Bókstaflega var lögð nótt við nýtan dag,“ sagði Páll sem sagði að tryggja hefði þurft mannskap, breytingar á húsnæði en það flóknasta hafi verið að setja upp og búa til nýja verkferla. Þetta hafi allt tekist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira