„Signý Gunnarsdóttir samdi íslenskan texta við Husavik - My Hometown og skoraði á okkur Ödda í hljómsveitinni Kókos að taka lagið. Við að sjálfsögðu tókum áskoruninni og smelltum í smá gigg,“ segir Eva Hrönn Guðnadóttir við myndband sem hún hlóð upp á YouTube en þar smá sjá hana ásamt Örnólfi Örnólfssyni flytja íslenska útgáfu af laginu vinsæla sem flutt var í Eurovision mynd Will Ferrels.
Eins og áður segir var það Signý Gunnarsdóttir sem samdi textann.
Hér að neðan má lesa þýðingu Signýjar:
Ég stend alein
með heiminn mér að fótum
sem er öðrum ætlaður.
Hef reynt og aftur reynt
að gefa þér mitt hjarta,
segja satt, ekki látast neitt.
Þurfti aðeins að komast burt
til að skilja að ég vil vera um kjurt.
Þar er fjallasöngur og mávagargið
og hvalir stökkva við sjávarbjargið
í heimabæ, mínum heimabæ.
Hélt það væri ljóst, hvað þarf ég að gera?
Var alltaf ást sem við létum vera?
Allt sem þarf er ég og þú, að ...
vera með þér, með þér
á Húsavík við Skjálfanda.
Já, heimabærinn minn.
Heiminn þráir þú.
Fyrirsagnir, slúður, drama.
Þú vilt frægð og þú vilt frama.
Og ég fylgdi þér
en ég veit nú hvað ég þrái
og finn að þú vilt fylgja mér.
Þar er fjallasöngur og mávagargið
og hvalir stökkva við sjávarbjargið
í heimabæ, mínum heimabæ.
Þar sem norðurljós lýsa dimmar nætur
og töfrar gerast við heimarætur.
Eina sem ég þrái er, að vera
með þér, með þér á Húsavík við Skjálfanda.
Minn heimabær