Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Elísabet Inga Sigurðardóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. júlí 2020 19:30 Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, stendur fyrir verkefninu sem heitir Sumarsamvera og snýst um að rjúfa félagslega einangrun jarðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Formaður samtakanna segir að faraldur kórónuveirunnar hafi verið mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem hafa lítið á milli handanna. Börn voru mikið heima og ekki í mötuneyti að sækja. „Þeir sem bjuggu við erfiðleika fyrir þeir fóru illa út úr covid-19. Lentu illa í því,“ sagði Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Pepp. Um er að ræða ókeypis kaffihús í Mjódd þar sem boðið er upp á kaffi og meðlæti og er verkefnið styrkt af Reykjavíkurborg. Þá er svokallað gefins borð á staðnum þar sem fólk getur tekið sér fatnað, bækur og smáhluti sem samtökin hafa fengið gefins. Mikill fjöldi gesta eru börn. Hún segir örykja þann hóp sem eigi hvað erfiðast með að ná endum saman. „Svo er hópur hælisleitenda sem er ekki kominn með fastar tekjur og eiga erfitt líka. Það eru þeir hópar sem ég sé mest.“ Verkefnið hófst þann 29. júní og komu 200 manns fyrstu vikuna. Verkefnið nýtur vaxandi vinsælda en nú koma daglega sjötíu manns á kaffihúsið. Fjöldinn kom Ástu ekki á óvart enda er þörfin til staðar. „Við finnum bara að fólk kemur aftur og aftur og finnum að þessu fólki líður vel hérna og teljum bara þetta verkefni mjög vel heppnað hjá okkur,“ sagði Ásta. Kaffihúsið er opið alla virka daga frá klukkan ellefu til þrjú fram að 21. ágúst. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, stendur fyrir verkefninu sem heitir Sumarsamvera og snýst um að rjúfa félagslega einangrun jarðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Formaður samtakanna segir að faraldur kórónuveirunnar hafi verið mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem hafa lítið á milli handanna. Börn voru mikið heima og ekki í mötuneyti að sækja. „Þeir sem bjuggu við erfiðleika fyrir þeir fóru illa út úr covid-19. Lentu illa í því,“ sagði Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Pepp. Um er að ræða ókeypis kaffihús í Mjódd þar sem boðið er upp á kaffi og meðlæti og er verkefnið styrkt af Reykjavíkurborg. Þá er svokallað gefins borð á staðnum þar sem fólk getur tekið sér fatnað, bækur og smáhluti sem samtökin hafa fengið gefins. Mikill fjöldi gesta eru börn. Hún segir örykja þann hóp sem eigi hvað erfiðast með að ná endum saman. „Svo er hópur hælisleitenda sem er ekki kominn með fastar tekjur og eiga erfitt líka. Það eru þeir hópar sem ég sé mest.“ Verkefnið hófst þann 29. júní og komu 200 manns fyrstu vikuna. Verkefnið nýtur vaxandi vinsælda en nú koma daglega sjötíu manns á kaffihúsið. Fjöldinn kom Ástu ekki á óvart enda er þörfin til staðar. „Við finnum bara að fólk kemur aftur og aftur og finnum að þessu fólki líður vel hérna og teljum bara þetta verkefni mjög vel heppnað hjá okkur,“ sagði Ásta. Kaffihúsið er opið alla virka daga frá klukkan ellefu til þrjú fram að 21. ágúst.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira