Hænsnabóndi í Garðabæ segir skemmtilegt að halda hænur í borg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 21:00 Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2 Dýr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hænsnabóndi í Garðabæ segir bæði umhverfisvænt og skemmtilegt að halda hænur í borg. Þrátt fyrir að þær laumi sér stundum í garð nágrannans séu þær þægileg heimilisdýr. Undanfarin ár hefur hænsnahald í þéttbýli aukist og víða má sjá hænur í húsagörðum í borginni. Garðbæingurinn Sigríður Þóra er ein þeirra sem heldur hænur í borg. „Ég ákvað að gefa manninum mínum tvær hænu í afmælisgjöf. En þetta kom líka til út frá því að við vorum að byrja að flokka meira,“ sagði Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, hænsnabóndi í Garðabæ. Sú hugsun að geta gefið hænunum matarafganga - í stað þess að fleygja þeim í ruslið varð meðal annars til þess að þau sóttu um leyfi til hænsnahalds. Hænurnar voru upphaflega þrjár og lá því beinast við að skíra þær í höfuðið á frægu þríeyki. Urðu nöfn söngkvennana í hljómsveitinni Destiny's child fyrir valinu. „Þannig þær heita Beoncéy og Kelly sem er því miður farin frá okkur og hin, því það man enginn hvað elsku Michelle heitir,“ sagði Sigríður Þóra. Sigríður Þóra og Úlfur Orri athuga hvort þau fái egg með morgunverðinum.STÖÐ2 Hver hæna verpir um þremur eggjum á fjórum dögum og er fjölskyldan því hætt að versla egg í matvöruverslun. Sigríður Þóra segir það dásamlegt að geta sótt egg út í garð til mateldis. „Pabbi kemur stundum og fyllir á eggjabakkann þegar þær eru búnar að vera duglegar að verpa.“ Ýmir Örn maður Sigríðar Þóru smíðaði hænsnakofa undir fuglana. Sonurinn Úlfur Orri unir sér vel í kringum hænurnar sem eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru. Húsgarðurinn er afgirtur þannig hænurnar fá oftast að leika lausum hala. „Það hefur líka orðið til þess að þær hafa stungið af og ein þeirra á það til að ílengjast stundum næturlangt.“ Hefur Sigríður Þóra stundum þurft að sækja þær í nærliggjandi garða. Hænunum þykir best að sofa uppi í tré og reglulega kíkja þær í heimsókn inn á heimili fjölskyldunnar. Hænurnar eru barngóðar að sögn Sigríðar Þóru.STÖÐ2
Dýr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira