Stutt svar Elísabetar við væli andstæðinganna: „Þrjú stig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. júlí 2020 12:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad um langt árabil. mynd/@kristianstadsdff Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann sterkan sigur gegn Eskilstuna á útivelli, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Eskilstunafólk kvartaði og kveinaði eftir tapið. Kristianstad fékk afar erfiða leikjadagskrá í upphafi þessa tímabils en í fyrstu fjórum leikjunum hefur liðið mætt fjórum efstu liðunum frá síðustu leiktíð. Kristianstad tapaði gegn meisturum Rosengård og Gautaborg, gerði svo 3-3 jafntefli við Vittsjö en vann Eskilstuna á útivelli. Eskilstuna var manni færra frá 12. mínútu en þá kom Therese Ivarsson Kristianstad yfir úr víti. Eskilstuna náði að jafna og komast yfir á 59. mínútu, en Svava Rós Guðmundsdóttir jafnaði metin skömmu síðar. Sigurmark Kristianstad skoraði Eveliina Summanen á 83. mínútu. Felicia Rogic, leikmaður Eskilstuna, og þjálfarinn Magnus Karlsson voru ekki par hrifin af því hvernig Kristianstad spilaði leikinn. „Vissulega fengu þær öll stigin en… að liggja svona aftarlega á vellinum og spila svona hægt manni fleiri. Mér fannst þær virkilega lélegar, og þú mátt skrifa það,“ sagði Rogic við Eskilstuna-Kuriren. Þjálfarinn Karlsson bætti við: „Þær þurftu víti, eitt langskot og skyndisókn eftir misheppnaða sendingu til að vinna okkur þó að við værum með 10 leikmenn í 80 mínútur. Þær gerðu ekki margt annað sem að ógnaði okkur.“ Elísabet deildi ummælum þeirra á Twitter, og skrifaði einfaldlega kankvís; „Þrjú stig“. 3 poäng pic.twitter.com/0B3alW13cd— Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) July 17, 2020 Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02 Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00 Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51 Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Sjá meira
Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann sterkan sigur gegn Eskilstuna á útivelli, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Eskilstunafólk kvartaði og kveinaði eftir tapið. Kristianstad fékk afar erfiða leikjadagskrá í upphafi þessa tímabils en í fyrstu fjórum leikjunum hefur liðið mætt fjórum efstu liðunum frá síðustu leiktíð. Kristianstad tapaði gegn meisturum Rosengård og Gautaborg, gerði svo 3-3 jafntefli við Vittsjö en vann Eskilstuna á útivelli. Eskilstuna var manni færra frá 12. mínútu en þá kom Therese Ivarsson Kristianstad yfir úr víti. Eskilstuna náði að jafna og komast yfir á 59. mínútu, en Svava Rós Guðmundsdóttir jafnaði metin skömmu síðar. Sigurmark Kristianstad skoraði Eveliina Summanen á 83. mínútu. Felicia Rogic, leikmaður Eskilstuna, og þjálfarinn Magnus Karlsson voru ekki par hrifin af því hvernig Kristianstad spilaði leikinn. „Vissulega fengu þær öll stigin en… að liggja svona aftarlega á vellinum og spila svona hægt manni fleiri. Mér fannst þær virkilega lélegar, og þú mátt skrifa það,“ sagði Rogic við Eskilstuna-Kuriren. Þjálfarinn Karlsson bætti við: „Þær þurftu víti, eitt langskot og skyndisókn eftir misheppnaða sendingu til að vinna okkur þó að við værum með 10 leikmenn í 80 mínútur. Þær gerðu ekki margt annað sem að ógnaði okkur.“ Elísabet deildi ummælum þeirra á Twitter, og skrifaði einfaldlega kankvís; „Þrjú stig“. 3 poäng pic.twitter.com/0B3alW13cd— Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) July 17, 2020
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02 Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00 Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51 Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Fleiri fréttir Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Sjá meira
Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02
Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00
Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51
Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00