Varaði foreldra við gylliboðum aðstandenda Hjartasteins eftir að aðalhlutverk var tekið af fjórtán ára dreng Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 19:34 Hjartasteinshópurinn kominn saman á sviðinu í Lübeck á Norrænu kvikmyndadögunum þar sem Hjartasteinn hreppti aðalverðlaunin. Mynd/Olaf Malzahn Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira