Villtir kettir fái lengra líf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:57 Áslaug Eyfjörð varaformaður Villikatta er mikill dýravinur og hefur bargað mörgum köttum í gegnum tíðina. Vísir/Baldur Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira