Íslenski boltinn

Talið að leikmaður Skallagríms hafi áður farið í bann fyrir rasisma

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmaðurinn er talinn hafa sýnt af sér rasíska hegðun áður.
Leikmaðurinn er talinn hafa sýnt af sér rasíska hegðun áður. vísir/getty

Leikamaður Skallagríms, sem lét niðrandi ummæli falla í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja í leik liðanna í gær, er talinn hafa farið í tveggja ára áhorfendabann vegna rasisma árið 2015. Mbl greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað í leik Kormáks/Hvatar og KB á Blönduósi í 4. deild karla árið 2015. Umræddur aðili var skráður í leikmannahóp Kormáks/Hvatar það árið og lék tvo leiki samkvæmt vef KSÍ. Hann var þó ekki á leikskýrslu leiksins gegn KB heldur í áhorfendastúkunni, þar sem hann lét rasísk ummæli falla í garð aðstoðardómara, ef marka má heimildir mbl.is. Honum var bannað að mæta á fótboltaleiki í tvö ár eftir atvikið. 

Fyrr í dag senti Knattspyrnudeild Skallagríms frá sér yfirlýsingu eftir atvik gærkvöldsins.


Tengdar fréttir

Yfirlýsing frá Skallagrími vegna rasískra ummæla leikmanns

Skallagrímur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik Berserkja og Skallagríms í 4. deild karla í fótbolta í gær. Leikmaður Skallagríms var uppvís að rasískum ummælum í garð Gunnars Jökuls Johns, leikmanns Berserkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×