Þrastarungi sem víkur ekki frá ellefu ára dreng vekur hann með fuglasöng Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 21:00 Þrastarunginn Selma víkur ekki frá Kára. Hún er frjáls ferða sinna öllum stundum en unir sér best í Hlíðunum. SIGURJÓN ÓLASON Hinn ellefu ára Kári Kamban Sigurborgarson á heldur óvenjulegt gæludýr, en hann tók að sér munaðarlausan þrastarunga. Þrestinum finnst skemmtilegt að fara í göngutúra og vekur Kára klukkan átta á morgnanna með fuglasöng. Kári fann þröstinn fyrir rúmri viku síðan í laugardalnum. Var fuglinn þá ræfilslegur og yfirgefinn en foreldra hans var hvergi að sjá. „Hann var í pínulitlum skógi en hann var einn það voru engir fuglar nálægt og svo var hann mjög gæfur ég gat strax klappað honum,“ sagði Kári Kamban Sigurborgarson. Tók Kári þá fuglinn að sér í því skyni að gefa honum fæði svo hann myndi lifa af. Þegar fuglinn var orðinn stálpaður fór fjölskylda Kára með fuglinn í sumarbústað í þeim tilgangi að sleppa honum lausum út í náttúruna - en þá vildi hann hvergi fara. „Við fórum með hann í sumarbústaðinn og reyndum að sleppa honum lausum en hann kom alltaf aftur til baka,“ sagði Kári. Eftir nokkrar tilraunir til aðskilnaðar ákvað fjölskyldan að leyfa þrestinum að koma með Kára aftur heim í Hlíðarnar. Þeir félagar eru miklir vinir og spjalla heilmikið saman líkt og sjá má í myndskeiðinu. Kári og þrösturinn eru miklir mátar. Þeir spjalla saman og fara út í göngutúra.SIGURJÓN ÓLASON Þrösturinn fékk nafnið Selma og er hún öllum stundum frjáls ferða sinna. Hún hefur fengið ótal tækifæri til að fljúga út í náttúruna en virðist ekki vilja fara langt frá Kára sem hugsar mjög vel um fuglinn. „Ef maður fer eitthvert þá eltir hún mann,“ sagði Kári. Selmu þykir skemmtilegt að fara út í göngutúra með Kára. Hún sefur ýmist úti á svölum eða inni í svefnherbergi Kára á nóttunni og vekur hann á morgnanna með fuglasöngi. Dýr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hinn ellefu ára Kári Kamban Sigurborgarson á heldur óvenjulegt gæludýr, en hann tók að sér munaðarlausan þrastarunga. Þrestinum finnst skemmtilegt að fara í göngutúra og vekur Kára klukkan átta á morgnanna með fuglasöng. Kári fann þröstinn fyrir rúmri viku síðan í laugardalnum. Var fuglinn þá ræfilslegur og yfirgefinn en foreldra hans var hvergi að sjá. „Hann var í pínulitlum skógi en hann var einn það voru engir fuglar nálægt og svo var hann mjög gæfur ég gat strax klappað honum,“ sagði Kári Kamban Sigurborgarson. Tók Kári þá fuglinn að sér í því skyni að gefa honum fæði svo hann myndi lifa af. Þegar fuglinn var orðinn stálpaður fór fjölskylda Kára með fuglinn í sumarbústað í þeim tilgangi að sleppa honum lausum út í náttúruna - en þá vildi hann hvergi fara. „Við fórum með hann í sumarbústaðinn og reyndum að sleppa honum lausum en hann kom alltaf aftur til baka,“ sagði Kári. Eftir nokkrar tilraunir til aðskilnaðar ákvað fjölskyldan að leyfa þrestinum að koma með Kára aftur heim í Hlíðarnar. Þeir félagar eru miklir vinir og spjalla heilmikið saman líkt og sjá má í myndskeiðinu. Kári og þrösturinn eru miklir mátar. Þeir spjalla saman og fara út í göngutúra.SIGURJÓN ÓLASON Þrösturinn fékk nafnið Selma og er hún öllum stundum frjáls ferða sinna. Hún hefur fengið ótal tækifæri til að fljúga út í náttúruna en virðist ekki vilja fara langt frá Kára sem hugsar mjög vel um fuglinn. „Ef maður fer eitthvert þá eltir hún mann,“ sagði Kári. Selmu þykir skemmtilegt að fara út í göngutúra með Kára. Hún sefur ýmist úti á svölum eða inni í svefnherbergi Kára á nóttunni og vekur hann á morgnanna með fuglasöngi.
Dýr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira