Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 06:02 Kristófer Oliversson er formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. „Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira