Upplýsa þarf innflytjendur um rétt þeirra á vinnumarkaði við komuna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 19:31 Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður. Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Algengustu brot sem erlent starfsfólk í ferðaþjónustu verður fyrir eru vegna vangreiddra launa og brot á reglum um hvíldartíma og frídaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur jafnframt fram að fjöldi erlendra ríkisborgara sem vinnur í íslenskri ferðaþjónustu jókst um 435 prósent frá árunum 2008 til 2019. „Það er eins og engum hafi dottið í hug að þetta fólk þyrfti að búa einhvers staðar. Það á bara að moka hingað inn til landsins í tengslum við hagvöxtinn. Fyrst fyrir hrun og svo aftur í tengslum við gróskuna í ferðamannaiðnaðinum og fólkið á svo bara einhvern vegin að redda sér sem er mjög sérkennileg afstaða. Ég vil meina að yfirvöld beri þar mesta ábyrgð, bæði sveitarfélög, borgaryfirvöld og ríkið,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði. Dæmi eru um að sjö manns hafi búið í tveggja svefnherbergja íbúð og að fólk hafi tjaldað í stofunni til að njóta friðhelgi einkalífs. Hallfríður benti á bágar húsnæðisaðstæður verkafólks í skýrslu fyrir fimm árum, og segir að lítið hafi breyst síðan þá. „Því miður er þetta alls ekki nýr vandi. Þetta hefur verið viðvarandi í mörg ár,“ sagði Hallfríður. Í skýrslunni segir að huga þurfi betur að upplýsingagjöf fyrir suma nýrri hópa starfsmanna. Hallfríður tekur undir þetta. „Okkur ber skylda til þess að upplýsa fólk sem er að koma til landsins. Sú upplýsingagjöf er brotakennd. Allur samanburður er svo afstæðuur. Ef ég er að koma frá Rúmeníu þar sem ég er hjúkrunarfræðingur með 60 þúsund krónur í laun á mánuði og kem svo til Íslands og fæ 280 þúsund útborgaðar í verkemannavinnu þá finnst mér þetta rosalega mikill peningar en ég er kannski ekki að fá þau laun sem ég á að fá. Það er kannski búið að svindla á mér hér og þar en ég tek ekki eftir því þar sem ég þekki ekki rétt minn,“ sagði Hallfríður.
Félagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira