Um fjögur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa sér forseta í sendiráðinu í dag: „Við höfum aldrei séð slíkar tölur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. júní 2020 19:00 Pólverjar á Íslandi kusu sér forseta í sendiráðinu í dag vísir/einar Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard. Pólland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Pólverjar ganga til forsetakosninga í dag þar sem tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Nokkur þúsund Pólverjar á Íslandi kjósa í sendiráðinu í dag og segir sendiherrann að kjörsóknin hér á landi hafi aldrei verið meiri. Íslendingar eru ekki einir um forsetakosningar þessa dagana en Pólverjar gengu til kosninga í dag. Þær áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tíu bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Andrzej Duda. Það bendir allt til þess að það stefni í einvígi milli Duda og borgarstjóra Varsjár, Rafals Trzakowskis. Líkegt þykir að úrslitin ráðist í annarri umferð kosninga sem verða eftir tvær vikur þar sem frambjóðandi verður að hljóta afgerandi meirihluta atkvæða til að vinna forsetakosningarnar. Duda nýtur stuðnings stjórnmálaflokksins Laga og réttlætis sem fer með völd í Póllandi. Tapi hann kosningunum gæti stjórnarandstaðan komist til aukinni áhrifa í pólskum stjórnmálum. Pólverjar á Íslandi kusu í sendiráðinu í dag og höfðu hátt í fjögur þúsund manns boðað komu sína. Um fjögur hundruð Pólverjar sem búa á landsbyggðinni höfðu áður sent atkvæði sín með pósti. „Við höfum aldrei séð slíkar tölur. Þetta þýðir að Pólverjar eru mjög áhugasamir um þessar kosningar,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. vísir/einar Sendiráðið verður opið til níu í kvöld fyrir fólk til að kjósa. Atkvæðin verða svo send rafrænt til Póllands. „Ísland nýtur sérstöðu því það er síðasti staðurinn á hnettinum þar sem kosið er því á Íslandi kjósum við tveimur klukkustundum lengur en í Póllandi. Kjörfundi lýkur í Póllandi kl. 19 að íslenskum tíma en kosning stendur enn yfir á Íslandi á þeim tíma,“ segir Gerard. Um tuttugu og fimm þúsund pólverjar búa á Íslandi og eru sumir einnig með Íslenskan ríkisborgarrétt. „Og hafa því verið uppteknir við að kjósa forseta í dag og í gær,“ segir Gerard.
Pólland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira