Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 16:35 Sara Björk í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. Hún verður líklega hvergi sjáanleg í úrslitaleiknum sjálfum. Stuart Franklin/Getty Images Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Þann 4. júlí mætast Wolfsburg og Essen í úrslitum þýsku bikarkeppninnar en svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir verði ekki í leikmannahópi Wolfsburg í leiknum. Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Wolfsburger Allegemeine verður síðasti leikur Söru Bjarkar í treyju Wolfsburg gegn Söndru Maríu Jessen og stöllum hennar í Bayer Leverkusen nú á sunnudag. Ástæðan er sú að samningur Söru Bjarkar við Wolfsburg rennur út á þriðjudaginn kemur, 30. júní eða fjórum dögum fyrir bikarúrslitaleikinn. Nýtt félag Söru – að öllum líkindum stórlið Lyon í Frakklandi – gefur henni ekki leyfi til að spila úrslitaleikinn þar sem hún verður eflaust orðin leikmaður þeirra strax á miðvikudag, 1. júlí. Sara hefur verið orðuð við margfalda Evrópumeistara Lyon í vor en hefur ekkert viljað gefa upp. Stephen Lerch, þjálfari Wolfsburg, segir honum þyki þetta leitt að Sara missi af úrslitaleiknum þar sem hún átti sinn þátt í að koma liðinu þangað. Hann segist skilja ákvörðun nýja liðs hennar en að mannlegi þátturinn hefði mátt fá að ráða. Þannig hefði Sara átt möguleika á að enda ferilinn með bikarmeistaratitli en í stað þess þarf hún að horfa á leikinn úr stúkunni eða mögulega sófanum. Wolfsburg varð nýverið Þýskalandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Þá hefur liðið einnig landað bikarnum undanfarin þrjú ár og gæti bætt því fjórða við í byrjun næsta mánaðar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira