Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 13:48 Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Hönnu Katrínar á Facebook. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í lok maí að Lilja hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, kærði ráðninguna og taldi kærunefndin að ráðherra hefði vanmetið hana í samanburði við Pál. Til þess að hægt verði að ógilda úrskurðinn þarf ráðherra að höfða mál gegn Hafdísi sjálfri, sem kærði ráðninguna. Hanna Katrín segir það tíðindi að menntamálaráðherra kjósi að fara þessa leið og spyr hver afstaða forsætisráðherra sé. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi ákvörðun hafi verið rædd í ríkisstjórn og hver sé afstaða Katrínar Jakobsdóttur til dómsmálsins. Forsætisráðherra fer með jafnréttismál eftir að hafa tekið málaflokkinn til sín í upphafi kjörtímabilsins, vafalítið til að gera jafnréttismálum sérstaklega hátt undir höfði,“ skrifar Hanna Katrín. Segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma eftir að málið kom upp Hanna Katrín spurði forsætisráðherra um málið daginn sem það kom upp, eða 2. júní síðastliðinn. Menntamálaráðherra hafi ekki verið í þingsal þann daginn en forsætisráðherra sagði hana þurfa að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu, og að hún myndi að öllum líkindum svara í þingsal síðar. „Sú spá forsætisráðherra hefur því miður ekki gengið eftir,“ skrifar Hanna Katrín og segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að málið kom upp. „Menntamálaráðherra hefur síðustu vikurnar vissulega verið að störfum í ráðuneyti sínu. Hún situr ríkisstjórnarfundi og fréttir eru af störfum hennar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Menntamálaráðherra sést jafnframt í þinghúsinu, t.d. á þingflokksfundum Framsóknar. Hún hefur bara ekki mætt í þingsal í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að þetta mál kom upp.“ Hún segir enn mörgum spurningum ósvarað í málinu. Þó sé stærsta spurningin hvort þetta samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. „Ríkir sátt í ríkisstjórninni um þessar áherslur í jafnréttismálum?“ spyr Hanna Katrín að lokum. Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Hönnu Katrínar á Facebook. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í lok maí að Lilja hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, kærði ráðninguna og taldi kærunefndin að ráðherra hefði vanmetið hana í samanburði við Pál. Til þess að hægt verði að ógilda úrskurðinn þarf ráðherra að höfða mál gegn Hafdísi sjálfri, sem kærði ráðninguna. Hanna Katrín segir það tíðindi að menntamálaráðherra kjósi að fara þessa leið og spyr hver afstaða forsætisráðherra sé. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi ákvörðun hafi verið rædd í ríkisstjórn og hver sé afstaða Katrínar Jakobsdóttur til dómsmálsins. Forsætisráðherra fer með jafnréttismál eftir að hafa tekið málaflokkinn til sín í upphafi kjörtímabilsins, vafalítið til að gera jafnréttismálum sérstaklega hátt undir höfði,“ skrifar Hanna Katrín. Segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma eftir að málið kom upp Hanna Katrín spurði forsætisráðherra um málið daginn sem það kom upp, eða 2. júní síðastliðinn. Menntamálaráðherra hafi ekki verið í þingsal þann daginn en forsætisráðherra sagði hana þurfa að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu, og að hún myndi að öllum líkindum svara í þingsal síðar. „Sú spá forsætisráðherra hefur því miður ekki gengið eftir,“ skrifar Hanna Katrín og segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að málið kom upp. „Menntamálaráðherra hefur síðustu vikurnar vissulega verið að störfum í ráðuneyti sínu. Hún situr ríkisstjórnarfundi og fréttir eru af störfum hennar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Menntamálaráðherra sést jafnframt í þinghúsinu, t.d. á þingflokksfundum Framsóknar. Hún hefur bara ekki mætt í þingsal í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að þetta mál kom upp.“ Hún segir enn mörgum spurningum ósvarað í málinu. Þó sé stærsta spurningin hvort þetta samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. „Ríkir sátt í ríkisstjórninni um þessar áherslur í jafnréttismálum?“ spyr Hanna Katrín að lokum.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21