„Hryggur og reiður“ og sakar meirihluta fjárlaganefndar um ritskoðun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2020 17:53 Jón Steindór Valdimarsson er áheyrnarfulltrúi fyrir hönd Viðreisnar í fjárlaganefnd. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um meirihluta fjárlaganefndar í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingis í dag. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sakar meirihluta nefndarinnar um ritskoðun og undir það tóku fleiri þingmenn minnihlutans. „Ég er í senn ákaflega hryggur en ég er líka reiður. Í morgun gerðist það í háttvirtri og hæstvirtri fjárlaganefnd að meirihlutinn tók að sér ritstjórnarvald á þeim fyrirvara sem ég vildi setja við stuðning minn við fjárauka sem þar var tekin út,“ sagði Jón Steindór. „Meirihlutinn, hann gengur þar með þvert á það sem hér hefur tíðkast undanfarið og ég verð að segja það að mér þykir það ansi hart að meirihlutinn þoli ekki minnihlutaálit, eða það er að segja fyrirvara við stuðning við málið, en ætli sér það virkilega að ritstýra fyrirvara mínum við málið. Þetta er algerlega fáheyrt herra forseti og ekki líðandi,“ bætti Jón Steindór við. Vildi fagna breytingum sem væru í samræmi við málflutning Viðreisnar Jón Steindór er áheyrnarfulltrúi í nefndinni fyrir hönd Viðreisnar en í máli sínu vísaði Jón Steindór til fyrirvara sem hann vildi gera við fjáraukalög 2020 sem nú eru til umfjöllunar í nefndinni. Hann kveðst styðja tillögurnar sem fram komi í áliti meirihlutans en telur þær ekki ganga nógu langt til að takast á við þann vanda sem við blasi. „Þær breytingar sem hafa verið gerðar frá upphaflegu frumvarpi eru viðurkenning á málflutningi Viðreisnar varðandi aukin framlög til nýsköpunar en þar er bætt við 200 milljónum til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins vegna svokallaðrar stuðningskríu. Enn fremur er tillögur um framlög til Ferðaábyrgðasjóðs vegna pakkaferða. Þar er farin leið sem Viðreisn hefur talað fyrir. Sem fyrr eru ekki ekki stigin nógu stór skref til að bregðast við miklum vanda en þau sem eru stigin er þó í rétta átt. Komi fram breytingartillögur um frekari skref við meðferð málsins verða þær studdar," segir í fyrirvaranum sem Jón Steindór vildi gera, en fékk ekki í gegn að yrði sett inn í nefndarálit meirihlutans við málið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sagði málið í senn fyndið og grafalvarlegt.Vísir/Friðrik Þór Fleiri þingmenn Viðreisnar og annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Jóns Steindórs á þinginu í dag. „Ef þetta væri ekki svona alvarlegt þá er þetta náttúrlega um leið, þá mætti horfa á málið með þeim gleraugum að þetta er auðvitað líka sjúklega fyndið. Við erum nýkomin úr samtalinu um það hvort pólitík eigi heima í fræðitímaritunum og nú er verið að útvíkka það samtal, pólitíkin hún á ekki lengur heima á Alþingi,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, flokksystir Jóns Steindórs, og uppskar hlátrarsköll í þingsal. „Þingmenn þeir mega ekki setja pólitíska fyrirvara og þeir mega ekki ramminn pólitíska afstöðu sína til ákveðinna mála enda þótt þeir séu að styðja meiri hlutann af málum,“ bætti hún við furðu lostin. Steinunn Þóra Árnadóttir tók meðal annarra til varna fyrir hönd stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst skipta máli í þessu að hér er auðvitað um að ræða nefndarálit meirihluta nefndar sem að nefndarmenn setja nöfnin sín undir og eðli máls samkvæmt hefur þá í fjölflokka meirihluta farið fram umræða um það hvað eigi að standa í því nefndaráliti,“ sagði Steinunn Þóra. Steinunn Þóra Árnadóttir benti á að Jón Steindór væri áheyrnarfulltrúi í nefndinni.Vísir/Vilhelm „Áheyrnarfulltrúi í nefndinni, eins og háttvirtur þingmaður Jón Steindór Valdimarsson er í þessu tilfelli, að hið almenna er að áheyrnarfulltrúi í nefndinni hefur getað tekið undir meirihlutaálit ef hann hefur kosið svo. Ég held að hér séum við komin út á dálítið ókannaðar lendur þar sem í rauninni þingsköp segja ekki beint fyrir um það hvernig eigi að standa að þessum málum,“ bætti hún við. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem stjórnarmeirihlutinn vilji ekki viðurkenna að hlustað hafi verið á tillögur Viðreisnar. Málið sé grafalvarlegt. „Hann var að styðja meirihlutann og það hefur verið kallað eftir því að við styðjum annars ágæt mál frá ríkisstjórninni og við höfum gert það af einlægni við í Viðreisn, og við höfum komið með okkar tillögur og það hefur verið hlustað á þær núna loksins og þá megum við ekki einu sinni minnast á það, þá á bara að sussa það niður. Það má enginn vita það að annars ágætar tillögur meirihluta þingsins eru komnar frá Viðreisn, það er stóra málið. Það má ekki segja frá því,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Alþingi Viðreisn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um meirihluta fjárlaganefndar í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingis í dag. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sakar meirihluta nefndarinnar um ritskoðun og undir það tóku fleiri þingmenn minnihlutans. „Ég er í senn ákaflega hryggur en ég er líka reiður. Í morgun gerðist það í háttvirtri og hæstvirtri fjárlaganefnd að meirihlutinn tók að sér ritstjórnarvald á þeim fyrirvara sem ég vildi setja við stuðning minn við fjárauka sem þar var tekin út,“ sagði Jón Steindór. „Meirihlutinn, hann gengur þar með þvert á það sem hér hefur tíðkast undanfarið og ég verð að segja það að mér þykir það ansi hart að meirihlutinn þoli ekki minnihlutaálit, eða það er að segja fyrirvara við stuðning við málið, en ætli sér það virkilega að ritstýra fyrirvara mínum við málið. Þetta er algerlega fáheyrt herra forseti og ekki líðandi,“ bætti Jón Steindór við. Vildi fagna breytingum sem væru í samræmi við málflutning Viðreisnar Jón Steindór er áheyrnarfulltrúi í nefndinni fyrir hönd Viðreisnar en í máli sínu vísaði Jón Steindór til fyrirvara sem hann vildi gera við fjáraukalög 2020 sem nú eru til umfjöllunar í nefndinni. Hann kveðst styðja tillögurnar sem fram komi í áliti meirihlutans en telur þær ekki ganga nógu langt til að takast á við þann vanda sem við blasi. „Þær breytingar sem hafa verið gerðar frá upphaflegu frumvarpi eru viðurkenning á málflutningi Viðreisnar varðandi aukin framlög til nýsköpunar en þar er bætt við 200 milljónum til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins vegna svokallaðrar stuðningskríu. Enn fremur er tillögur um framlög til Ferðaábyrgðasjóðs vegna pakkaferða. Þar er farin leið sem Viðreisn hefur talað fyrir. Sem fyrr eru ekki ekki stigin nógu stór skref til að bregðast við miklum vanda en þau sem eru stigin er þó í rétta átt. Komi fram breytingartillögur um frekari skref við meðferð málsins verða þær studdar," segir í fyrirvaranum sem Jón Steindór vildi gera, en fékk ekki í gegn að yrði sett inn í nefndarálit meirihlutans við málið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sagði málið í senn fyndið og grafalvarlegt.Vísir/Friðrik Þór Fleiri þingmenn Viðreisnar og annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Jóns Steindórs á þinginu í dag. „Ef þetta væri ekki svona alvarlegt þá er þetta náttúrlega um leið, þá mætti horfa á málið með þeim gleraugum að þetta er auðvitað líka sjúklega fyndið. Við erum nýkomin úr samtalinu um það hvort pólitík eigi heima í fræðitímaritunum og nú er verið að útvíkka það samtal, pólitíkin hún á ekki lengur heima á Alþingi,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, flokksystir Jóns Steindórs, og uppskar hlátrarsköll í þingsal. „Þingmenn þeir mega ekki setja pólitíska fyrirvara og þeir mega ekki ramminn pólitíska afstöðu sína til ákveðinna mála enda þótt þeir séu að styðja meiri hlutann af málum,“ bætti hún við furðu lostin. Steinunn Þóra Árnadóttir tók meðal annarra til varna fyrir hönd stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst skipta máli í þessu að hér er auðvitað um að ræða nefndarálit meirihluta nefndar sem að nefndarmenn setja nöfnin sín undir og eðli máls samkvæmt hefur þá í fjölflokka meirihluta farið fram umræða um það hvað eigi að standa í því nefndaráliti,“ sagði Steinunn Þóra. Steinunn Þóra Árnadóttir benti á að Jón Steindór væri áheyrnarfulltrúi í nefndinni.Vísir/Vilhelm „Áheyrnarfulltrúi í nefndinni, eins og háttvirtur þingmaður Jón Steindór Valdimarsson er í þessu tilfelli, að hið almenna er að áheyrnarfulltrúi í nefndinni hefur getað tekið undir meirihlutaálit ef hann hefur kosið svo. Ég held að hér séum við komin út á dálítið ókannaðar lendur þar sem í rauninni þingsköp segja ekki beint fyrir um það hvernig eigi að standa að þessum málum,“ bætti hún við. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að svo virtist sem stjórnarmeirihlutinn vilji ekki viðurkenna að hlustað hafi verið á tillögur Viðreisnar. Málið sé grafalvarlegt. „Hann var að styðja meirihlutann og það hefur verið kallað eftir því að við styðjum annars ágæt mál frá ríkisstjórninni og við höfum gert það af einlægni við í Viðreisn, og við höfum komið með okkar tillögur og það hefur verið hlustað á þær núna loksins og þá megum við ekki einu sinni minnast á það, þá á bara að sussa það niður. Það má enginn vita það að annars ágætar tillögur meirihluta þingsins eru komnar frá Viðreisn, það er stóra málið. Það má ekki segja frá því,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm
Alþingi Viðreisn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira