Þórsarar biðu og biðu eftir bikarnum sem fór loksins á loft um síðustu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 17:30 Bikarinn á loft 106 dögum eftir síðasta leik. Fyrirliðinn Garðar Már Jónsson lyftir bikarnum fyrir sigur í Grill 66 deildinni. Mynd/Ármann Hinrik Þórsarar eru komnir upp í Olís deild karla í handbolta á ný eftir frábæra frammistöðu í Grill 66 deildinni í vetur og þeir fengu loksins að fagna með bikarinn um síðustu helgi. Þórsarar höfðu tryggt sig upp um deild áður en til þess kom að mótahald var fellt niður vegna Covid-19 ástandsins. Eftir fimmtán umferðir voru þeir taplausir með 28 stig og höfðu unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum. Verðlaunaafhendingin gat þó ekki farið fram fyrr en miklu seinna. Þórsarar spiluðu síðasta leikinn sinn í Grill 66 deildinni 28. febrúar síðastliðinn þegar þeir unnu átta marka sigur á unglingaliði Vals. Bikarinn kom síðan norður á laugardaginn og fór því á loft 106 dögum eftir síðasta leik liðsins. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur hjá Þórsliðinu í vetur með 92 mörk, Ihor Kopyshynskyi skoraði 82 mörk, Garðar Már Jónsson var með 59 mörk og Valþór Atli Garðarsson skoraði 57 mörk. Þetta verður fyrsta tímabilið í fjórtán ár sem Þórsarar spila undir eigin nafni en þeir voru hluti af Akureyrarliðinu í mörg. Þór spilaði síðast í efstu deild sem Þór Akureyri veturinn 2005-06. Handboltastrákarnir í Þór sem komu liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.Mynd/Ármann Hinrik „Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að koma Þór aftur upp í deild þeirra bestu og gott að vera búnir að tryggja sætið þegar fjórar umferðir eru eftir,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á heimasíðu Þórs, eftir að sætið í Olís deildinni var tryggt. „Ég er mjög ánægður með veturinn þegar á heildina er litið. Hópurinn hefur þroskast gríðarlega og samheldnin í liðinu eru orðin mjög mikil; hver og einn er tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir hina. Allir eldri leikmennirnir gefa mikið af sér, hjálpa þeim yngri við að verða betri og allir hafa rödd, allir geta lagt eitthvað til málanna til þess að skapa liðsheildina. Ég er ungur þjálfari en strákar sem eru búnir að spila í efstu deild fylgja mér eins og allir hinir,“ sagði Halldór Örn. Þórsarar fagna sigri í Grill 66 deildinni um síðustu helgi þegar þeir fengu bikarinn loksins afhentan.Mynd/Ármann Hinrik Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Þórsarar eru komnir upp í Olís deild karla í handbolta á ný eftir frábæra frammistöðu í Grill 66 deildinni í vetur og þeir fengu loksins að fagna með bikarinn um síðustu helgi. Þórsarar höfðu tryggt sig upp um deild áður en til þess kom að mótahald var fellt niður vegna Covid-19 ástandsins. Eftir fimmtán umferðir voru þeir taplausir með 28 stig og höfðu unnið þrettán af fimmtán leikjum sínum. Verðlaunaafhendingin gat þó ekki farið fram fyrr en miklu seinna. Þórsarar spiluðu síðasta leikinn sinn í Grill 66 deildinni 28. febrúar síðastliðinn þegar þeir unnu átta marka sigur á unglingaliði Vals. Bikarinn kom síðan norður á laugardaginn og fór því á loft 106 dögum eftir síðasta leik liðsins. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur hjá Þórsliðinu í vetur með 92 mörk, Ihor Kopyshynskyi skoraði 82 mörk, Garðar Már Jónsson var með 59 mörk og Valþór Atli Garðarsson skoraði 57 mörk. Þetta verður fyrsta tímabilið í fjórtán ár sem Þórsarar spila undir eigin nafni en þeir voru hluti af Akureyrarliðinu í mörg. Þór spilaði síðast í efstu deild sem Þór Akureyri veturinn 2005-06. Handboltastrákarnir í Þór sem komu liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.Mynd/Ármann Hinrik „Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að koma Þór aftur upp í deild þeirra bestu og gott að vera búnir að tryggja sætið þegar fjórar umferðir eru eftir,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á heimasíðu Þórs, eftir að sætið í Olís deildinni var tryggt. „Ég er mjög ánægður með veturinn þegar á heildina er litið. Hópurinn hefur þroskast gríðarlega og samheldnin í liðinu eru orðin mjög mikil; hver og einn er tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir hina. Allir eldri leikmennirnir gefa mikið af sér, hjálpa þeim yngri við að verða betri og allir hafa rödd, allir geta lagt eitthvað til málanna til þess að skapa liðsheildina. Ég er ungur þjálfari en strákar sem eru búnir að spila í efstu deild fylgja mér eins og allir hinir,“ sagði Halldór Örn. Þórsarar fagna sigri í Grill 66 deildinni um síðustu helgi þegar þeir fengu bikarinn loksins afhentan.Mynd/Ármann Hinrik
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira