Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2020 10:00 Rúna Þorkelsdóttir (fyrir miðju) á opnun sýningarinnar Pappírsblóm í gær. Mynd/Hönnunarsafn Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og þar má finna verk Rúnu Þorkelsdóttur. Rúna er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garçons. Á meðal þeirra sem keyptu flík með munstri Rúnu var Michelle Obama. Skapandi samvinna Rúna Þorkelsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1976 og hélt síðan til framhaldsnáms við Konstfack-listaskólann í Stokkhólmi og þaðan til Amsterdam þar sem hún stundaði nám við Gerrit Rietveld Academie. Rúna var einn af stofnendum Nýlistasafnsins 1978, listbókaverslunarinnar Boekie Woekie í Amsterdam 1985 og Dieter Roth Academie í Basel árið 2000. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hennar eru varðveitt í listasöfnum vestan hafs og austan. Bókverkið Paperflowers vann Rúna á vinnustofu sinni í Amsterdam á svokallaða Rotaprint prentvél og var verkið gefið út í 100 árituðum og innbundnum bókum árið 1998. Jafnframt voru prentuð 10 aukaeintök ef hverri mynd sem gefin voru út í lausblaðamöppum og seldist útgáfan fljótt upp. Pappírsblóm Rúnu.Rúna Þorkelsdóttir Árið 2007 keypti Tao Kurihara, hönnuður hjá tískuhúsinu Comme des Garçons, Paperflowers í bókverkabúð í Tokyo. Hafði hún samband við Rúnu og hófst þá skapandi samvinna þeirra við gerð fataefnis út frá verkunum. Þær völdu myndir og skeyttu saman beint án þess að nota myndvinnsluforrit, svo greinilega sést að myndirnar eru í upprunalegri A4-stærð með hvítum röndum á milli. Tao Kurihara hannaði síðan sumarlínu úr fataefnunum sem var kynnt á tískusýningu í verslun Comme des Garçons í París 2008. Fatalínan vakti mikla athygli, var fjallað um hana í helstu tískutímaritum og meðal kaupenda flíka úr línunni var Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Árið 2012 keypti Safnasafnið blómamyndaröð í 33 einingum af Rúnu og skömmu síðar byrjaði hún að gefa Safnasafninu einingar úr tímamótverkinu Paperflowers og lauk því ferli með fullnaðargjöf 2019 sem samanstendur af bókverki, áþrykktum efnum, grafíkblöðum og tískutímaritum. Safnasafnið lánaði Hönnunarsafninu verkin sem sýnd eru á Pappírsblóm. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá uppsetningu sýningarinnar. Rúna mun svo bjóða upp á fjölskyldusmiðju í þrykki sunnudaginn 28. júní og sunnudaginn 5. júlí milli kl. 13-14:30 á torginu við Garðatorg 7 í tengslum við sýninguna. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og þar má finna verk Rúnu Þorkelsdóttur. Rúna er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garçons. Á meðal þeirra sem keyptu flík með munstri Rúnu var Michelle Obama. Skapandi samvinna Rúna Þorkelsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-1976 og hélt síðan til framhaldsnáms við Konstfack-listaskólann í Stokkhólmi og þaðan til Amsterdam þar sem hún stundaði nám við Gerrit Rietveld Academie. Rúna var einn af stofnendum Nýlistasafnsins 1978, listbókaverslunarinnar Boekie Woekie í Amsterdam 1985 og Dieter Roth Academie í Basel árið 2000. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hennar eru varðveitt í listasöfnum vestan hafs og austan. Bókverkið Paperflowers vann Rúna á vinnustofu sinni í Amsterdam á svokallaða Rotaprint prentvél og var verkið gefið út í 100 árituðum og innbundnum bókum árið 1998. Jafnframt voru prentuð 10 aukaeintök ef hverri mynd sem gefin voru út í lausblaðamöppum og seldist útgáfan fljótt upp. Pappírsblóm Rúnu.Rúna Þorkelsdóttir Árið 2007 keypti Tao Kurihara, hönnuður hjá tískuhúsinu Comme des Garçons, Paperflowers í bókverkabúð í Tokyo. Hafði hún samband við Rúnu og hófst þá skapandi samvinna þeirra við gerð fataefnis út frá verkunum. Þær völdu myndir og skeyttu saman beint án þess að nota myndvinnsluforrit, svo greinilega sést að myndirnar eru í upprunalegri A4-stærð með hvítum röndum á milli. Tao Kurihara hannaði síðan sumarlínu úr fataefnunum sem var kynnt á tískusýningu í verslun Comme des Garçons í París 2008. Fatalínan vakti mikla athygli, var fjallað um hana í helstu tískutímaritum og meðal kaupenda flíka úr línunni var Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Árið 2012 keypti Safnasafnið blómamyndaröð í 33 einingum af Rúnu og skömmu síðar byrjaði hún að gefa Safnasafninu einingar úr tímamótverkinu Paperflowers og lauk því ferli með fullnaðargjöf 2019 sem samanstendur af bókverki, áþrykktum efnum, grafíkblöðum og tískutímaritum. Safnasafnið lánaði Hönnunarsafninu verkin sem sýnd eru á Pappírsblóm. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá uppsetningu sýningarinnar. Rúna mun svo bjóða upp á fjölskyldusmiðju í þrykki sunnudaginn 28. júní og sunnudaginn 5. júlí milli kl. 13-14:30 á torginu við Garðatorg 7 í tengslum við sýninguna. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Handspritt úr matarafgöngum og lífræn íþróttaverðlaun á meðal styrkja í 50 milljóna úthlutun Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 50 milljónum í aukaúthlutun sjóðsins til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs. Hönnunarsjóði var falin úthlutunin samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19. 4. júní 2020 11:26
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00
HönnunarMars með breyttu sniði í júní Ekkert opnunarhóf verður á HönnunarMars í ár og viðburðunum DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch hefur verið frestað til ársins 2021. 27. maí 2020 08:45