Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Landamæri Íslands voru formlega opnuð ferðamönnum í dag. Miklir fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli og í umfjöllun um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður meðal annars rætt við móður sem hafði ekki hitt börnin sín síðan um jólin.

Í fréttatímanum ræðum við líka við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, en hún sagði af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag og heimsækjum farsóttarhúsið á Rauðarárstíg, þar sem ellefu Rúmenar sem brutu reglur um sóttkví dvelja nú.

Loks fjöllum við um tímamót sem urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga nú síðdegis, þegar grænlenska skipið Tukuma Arktika sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×