Langþreytt á því að fordómar séu réttlættir þegar þeir eru settir fram í gríni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2020 19:31 Díana Katrín Þorsteinsdóttir hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma á Íslandi. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan. Kynþáttafordómar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira
Díana Katrín er 21 árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi og hefur alla tíð upplifað mikla kynþáttafordóma hérlendis. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar2: Pabbi hennar er íslenskur og mamma hennar tælensk. Á tímabili vildi Díana ekki sjást með móður sinni á almannafæri af ótta við að verða fyrir aðkasti vegna uppruna. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Grínistarnir Pétur Jóhann og Björn Bragi hafa sætt gagnrýni vegna myndbands sem birtist á Instagram reikningi þess síðarnefnda - þar sem Pétur sýnir ákveðna leikræna tilburði. Aktívistar segja myndbandið veita innsýn í heim fordóma og kvenfyrirlitningar á Íslandi. „Ég veit um marga sem hafa lent í akkúrat þessu, þar sem fólk heldur að það sé í lagi að grínast,“ sagði Díana. Díana segir grín birtingarmynd fordóma í garð fólks af asískum uppruna. „Manneskja getur ekki ímyndað sé hvernig það er að vera í hópi, 50 manns saman og það stendur einhver upp og niðurlægir þig og það fara allir að hlæja,“ sagði Díana. Slík hæðni valdi mikilli vanlíðan og sé að hennar sögn svokallaður falinn rasismi. View this post on Instagram Hér er röddin mín og hún verður aldrei aftur þögguð niður. Tók mig langann tíma að byggja upp kjark til að tjá mig. Vona að þetta opni augun á fólki sem er með þau lokuð svo fast að þau trua ekki að rasismi lifir á íslandi A post shared by Di ana katri n (@dianakatriin) on Jun 9, 2020 at 3:36pm PDT Hún segir kynþáttafordóma birtast á ýmsa vegu. „Svart fólk upplifir mikinn og grimman hatur en fólk af asískum uppruna upplifir þetta grín þegar verið er að hæðast að því,“ sagði Díana. Í grunnskóla lenti Díana oft í því að krakkar gerðu grín að uppruna hennar. Þá bentu kennarar henni á að best væri að hlæja með, því um góðlátlegt grín væri að ræða. „Maður er ótrúlega særður yfir þessu en um leið og þú ætlar að vera alvarlegur með það þá ert þú skotinn niður þannig að maður reynir að aðlagast gríninu og hlærð í staðinn fyrir að búa til leiðinlegan móral,“ sagði Díana. Hún segir fordómana enn lifa í íslensku samfélagi. „Mér finnst þetta ekki hafa breyst neitt út af því að það er hægt að fela sig á bakvið grín,“ sagði Díana. Lengra viðtal má sjá hér að neðan.
Kynþáttafordómar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn Sjá meira