Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 12:25 Ásmundur Einar var einn þeirra sem kynnti úrræðið á fundi í dag. Aðsend Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Hlutdeildarlánunum er ætlað að brúa bilið á milli lána og kaupverðs, þau eru að skoskri fyrirmynd og munu hafa reynst vel þar í landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti úrræðið á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun klukkan 10:30 í morgun. „Það er virkilega ánægjulegt að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í húsnæðismálum. Við erum með þessari aðgerð að grípa inn í og rétta hlut tekjulágra einstaklinga á húsnæðismarkaðnum og þessi lán munu gera fólki kleift að búa við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð því hvar það býr á landinu,“ sagði Ásmundur Einar af þessu tilefni. Ríkið mun lána tekjulágum fyrstu kaupendum ákveðið hlutfall af verði íbúðarhúsnæðis sem þeir hafa augastað á. Lánin bera hvorki vesti né afborganir á lánstímanum en bera þó vexti hækki tekjur lántaka um ákveðin tekjumörk. Lánið skal endurgreitt þegar íbúðin er seld en hafi hún ekki verið seld innan 25 ára skal endurgreiða ríkinu lánið. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Kaupandi mun leggja til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% lán hjá lánastofnun á 1. veðrétti og 20% hjá ríkinu sem fer á 2. veðrétt. Ef lántakendur uppfylla ákveðin skilyrði geta hlutdeildarlán farið upp í allt að 30% af verði fasteignar. Fasteignalán lánastofnunar lækkar þá á móti niður í allt að 65% af kaupverði. Meginreglan verður, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, að lántakandi þurfi að standast greiðslumat fyrir láni sem nemur 75% kaupverðs en heimilt verður að veita hærri hlutdeildarlán til umsækjenda sé hann undir tilteknum tekjumörkum. Miðað verður við 7.560.000 árstekjur einstaklings og 10.560.000 í árstekjur hjóna og sambúðarfólks. Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð Hlutdeildarlánunum er ætlað að brúa bilið á milli lána og kaupverðs, þau eru að skoskri fyrirmynd og munu hafa reynst vel þar í landi. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti úrræðið á fundi hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun klukkan 10:30 í morgun. „Það er virkilega ánægjulegt að hlutdeildarlánin séu orðin að veruleika en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í húsnæðismálum. Við erum með þessari aðgerð að grípa inn í og rétta hlut tekjulágra einstaklinga á húsnæðismarkaðnum og þessi lán munu gera fólki kleift að búa við aukið öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum, óháð því hvar það býr á landinu,“ sagði Ásmundur Einar af þessu tilefni. Ríkið mun lána tekjulágum fyrstu kaupendum ákveðið hlutfall af verði íbúðarhúsnæðis sem þeir hafa augastað á. Lánin bera hvorki vesti né afborganir á lánstímanum en bera þó vexti hækki tekjur lántaka um ákveðin tekjumörk. Lánið skal endurgreitt þegar íbúðin er seld en hafi hún ekki verið seld innan 25 ára skal endurgreiða ríkinu lánið. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Kaupandi mun leggja til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% lán hjá lánastofnun á 1. veðrétti og 20% hjá ríkinu sem fer á 2. veðrétt. Ef lántakendur uppfylla ákveðin skilyrði geta hlutdeildarlán farið upp í allt að 30% af verði fasteignar. Fasteignalán lánastofnunar lækkar þá á móti niður í allt að 65% af kaupverði. Meginreglan verður, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, að lántakandi þurfi að standast greiðslumat fyrir láni sem nemur 75% kaupverðs en heimilt verður að veita hærri hlutdeildarlán til umsækjenda sé hann undir tilteknum tekjumörkum. Miðað verður við 7.560.000 árstekjur einstaklings og 10.560.000 í árstekjur hjóna og sambúðarfólks.
Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði.
Húsnæðismál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira