Mongús fljótur að skila sér aftur heim Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2020 11:00 Kötturinn Mongús hefur gert mörgum bæjarbúanum í Hveragerði lífið leitt síðustu ár. „Hann skilaði sér heim mjög fljótlega. Síðan hefur hann nokkrum sinnum skroppið aðeins út en kemur alltaf aftur og er heima.“ Þetta hafði Hveragerðisbúinn Hörður Vignir Sigurðsson að segja um ferð kattarins Mongúsar út af heimili í gær og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hörður segir Mongús hafa það bara ljómandi gott og sé hann orðinn eins og heimakær húsköttur. „Það kemur manni svolítið á óvart þar sem þetta er dýr sem er búið að vera í mörg ár á þvælingi, þó að hann hafi haft smá afdrep hjá okkur. Hann hefur svolítið haft þorpið undir.“ Mongús hafði um árabil verið á vergangi í Hveragerði eftir að eigandi hans lést og verið þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti. Hann er nú orðinn heimilisköttur hjá hjónunum Herði og Ingibjörgu Bjarnadóttur. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá þeim Herði og Ingibjörgu. Mongús var þá illa haldinn og eftir að hlúð var að honum í nokkrar vikur hjá Villiköttum og fluttist að því loknu inn á heimili Harðar og Ingibjargar var honum svo loksins hleypt út í gær. Hörður segir að enn hafi engar kvartanir borist eftir útiveru Mongúsar í gær og í morgun og sömuleiðis hafi ekki verið gerðar neinar athugasemdir í Hveragerðissíðum á Facebook. Hveragerði Dýr Tengdar fréttir Segja Mongús algjörlega breyttan Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. 2. júní 2020 20:00 Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár eftir að hafa verið á vergangi. 1. júní 2020 22:41 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Hann skilaði sér heim mjög fljótlega. Síðan hefur hann nokkrum sinnum skroppið aðeins út en kemur alltaf aftur og er heima.“ Þetta hafði Hveragerðisbúinn Hörður Vignir Sigurðsson að segja um ferð kattarins Mongúsar út af heimili í gær og sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hörður segir Mongús hafa það bara ljómandi gott og sé hann orðinn eins og heimakær húsköttur. „Það kemur manni svolítið á óvart þar sem þetta er dýr sem er búið að vera í mörg ár á þvælingi, þó að hann hafi haft smá afdrep hjá okkur. Hann hefur svolítið haft þorpið undir.“ Mongús hafði um árabil verið á vergangi í Hveragerði eftir að eigandi hans lést og verið þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti. Hann er nú orðinn heimilisköttur hjá hjónunum Herði og Ingibjörgu Bjarnadóttur. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá þeim Herði og Ingibjörgu. Mongús var þá illa haldinn og eftir að hlúð var að honum í nokkrar vikur hjá Villiköttum og fluttist að því loknu inn á heimili Harðar og Ingibjargar var honum svo loksins hleypt út í gær. Hörður segir að enn hafi engar kvartanir borist eftir útiveru Mongúsar í gær og í morgun og sömuleiðis hafi ekki verið gerðar neinar athugasemdir í Hveragerðissíðum á Facebook.
Hveragerði Dýr Tengdar fréttir Segja Mongús algjörlega breyttan Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. 2. júní 2020 20:00 Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár eftir að hafa verið á vergangi. 1. júní 2020 22:41 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Segja Mongús algjörlega breyttan Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. 2. júní 2020 20:00
Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár eftir að hafa verið á vergangi. 1. júní 2020 22:41