Segja Mongús algjörlega breyttan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2020 20:00 Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. Hann er þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti en nú er hann líklega breyttur köttur. Mongús hefur verið á vergang í Hveragerði i í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá og átti það til að hrella aðra ketti í bænum. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá hjónum í bænum. „Það datt út einn og einn dagur og þá fór maður að hugsa hvort eitthvað hefði komið fyrir hann því þetta var nú svolítið áhættusamt líf hjá honum. Hann var um allan bæ hérna, við fréttum af honum um allan bæ,“ segir Ingibjörg Bjarnadóttir, nýr eigandi Mongúsar. Mongús var alræmdur í bænum og þekktu margir til hans. „Hann var að angra fólk. Fór inn í hús þar sem var opið og var kattamatur og fékk sér að eta en svo fór hann að merkja og það fylgir því svolítið leiðinleg lykt,“ segir Hörður Vignir Sigurðsson. Þá átti hann það til að ráðast á aðra ketti. Eftir að sjálfboðaliðar Villikatta náðu Mongúsi kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. Mongús var í fjórar vikur hjá Villiköttum þar sem feldurinn var kembdur oft á dag, gert var að sárum hans, hann geldur, bólusettur og ormahreinsaður. Hjónin ákváðu þá að taka Mongús að sér. Hann hafi komið til baka breyttur köttur, en áður hafði hann einungis komið inn til að borða og ekki viljað nokkur afskipti. „Þá gékk hann á milli lappirnar á manni og nuddaði sér upp við okkur. Þar sem við erum nú ekkert voðalega fótafim þá verðum við að passa okkur að hrynja ekki um hann,“ segja þau og hlægja. Mongús fékk að fara út í fyrsta sinn í dag eftir að hann flutti á nýja heimilið sitt og segja hjónin að tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði. Dýr Hveragerði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Kötturinn Mongús, sem hefur verið á vergangi í Hveragerði í mörg ár, er nú orðin heimilisköttur hjá hjónum sem hafa reglulega gefið honum mat. Hann er þekktur í bænum fyrir að fara inn á heimili í óþökk annarra og hrella aðra ketti en nú er hann líklega breyttur köttur. Mongús hefur verið á vergang í Hveragerði i í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá og átti það til að hrella aðra ketti í bænum. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum sem hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús væri daglegur gestur hjá hjónum í bænum. „Það datt út einn og einn dagur og þá fór maður að hugsa hvort eitthvað hefði komið fyrir hann því þetta var nú svolítið áhættusamt líf hjá honum. Hann var um allan bæ hérna, við fréttum af honum um allan bæ,“ segir Ingibjörg Bjarnadóttir, nýr eigandi Mongúsar. Mongús var alræmdur í bænum og þekktu margir til hans. „Hann var að angra fólk. Fór inn í hús þar sem var opið og var kattamatur og fékk sér að eta en svo fór hann að merkja og það fylgir því svolítið leiðinleg lykt,“ segir Hörður Vignir Sigurðsson. Þá átti hann það til að ráðast á aðra ketti. Eftir að sjálfboðaliðar Villikatta náðu Mongúsi kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. Mongús var í fjórar vikur hjá Villiköttum þar sem feldurinn var kembdur oft á dag, gert var að sárum hans, hann geldur, bólusettur og ormahreinsaður. Hjónin ákváðu þá að taka Mongús að sér. Hann hafi komið til baka breyttur köttur, en áður hafði hann einungis komið inn til að borða og ekki viljað nokkur afskipti. „Þá gékk hann á milli lappirnar á manni og nuddaði sér upp við okkur. Þar sem við erum nú ekkert voðalega fótafim þá verðum við að passa okkur að hrynja ekki um hann,“ segja þau og hlægja. Mongús fékk að fara út í fyrsta sinn í dag eftir að hann flutti á nýja heimilið sitt og segja hjónin að tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði.
Dýr Hveragerði Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira