Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 15:35 Thuram fagnar fyrra marki sínu í dag. EPA-EFE/MARTIN MEISSNER Marcus Thuram skoraði tvívegis er Borussia Mönchengladbach vann Union Berlín 4-1 í þýsku úrvalsdeildinni. Hann fagnaði fyrra marki sínu með því að „taka hné“ og votta þar með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, sem og víðar, virðingu sína. Fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni er nú lokið. Þar fór Borussia Mönchengladbach með öruggan 4-1 sigur af hólm er Union Berlín kom í heimsókn. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Florian Neuhaus og Marcus Thuram. Sá síðarnefndi fagnaði marki sínu eins og segir hér að ofan. Sebastian Andersson minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks áður en Thuram bætti við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna. Títtnefndur Thuram er sonur Lilian Thuram sem átti farsælan feril með Parma, Juventus og Barcelona ásamt því að vera lykilmaður í franska landsliðinu sem vann HM árið 1998. Það var svo Alassane Plea sem gerði endanlega út um leikinn á 81. mínútu með fjórða marki Gladbach. Lokatölur 4-1 Mönchengladbach í vil sem er nú aðeins stigi á eftir Borussia Dortmund sem situr í öðru sæti deildarinnar. Dortmund, sem heimsækir Paderborn 07 klukkan 16:00, er með 57 stig á meðan Gladbach er með 56 stig. Þetta er ekki eina atvik helgarinnar þar sem leikmenn votta virðingu sína en fyrirliði Schalke 04 skrifaði „Justice for Floyd“ á fyrirliðaband sitt eins og við greindum frá í gær. Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Marcus Thuram skoraði tvívegis er Borussia Mönchengladbach vann Union Berlín 4-1 í þýsku úrvalsdeildinni. Hann fagnaði fyrra marki sínu með því að „taka hné“ og votta þar með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, sem og víðar, virðingu sína. Fyrri leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni er nú lokið. Þar fór Borussia Mönchengladbach með öruggan 4-1 sigur af hólm er Union Berlín kom í heimsókn. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Florian Neuhaus og Marcus Thuram. Sá síðarnefndi fagnaði marki sínu eins og segir hér að ofan. Sebastian Andersson minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks áður en Thuram bætti við öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna. Títtnefndur Thuram er sonur Lilian Thuram sem átti farsælan feril með Parma, Juventus og Barcelona ásamt því að vera lykilmaður í franska landsliðinu sem vann HM árið 1998. Það var svo Alassane Plea sem gerði endanlega út um leikinn á 81. mínútu með fjórða marki Gladbach. Lokatölur 4-1 Mönchengladbach í vil sem er nú aðeins stigi á eftir Borussia Dortmund sem situr í öðru sæti deildarinnar. Dortmund, sem heimsækir Paderborn 07 klukkan 16:00, er með 57 stig á meðan Gladbach er með 56 stig. Þetta er ekki eina atvik helgarinnar þar sem leikmenn votta virðingu sína en fyrirliði Schalke 04 skrifaði „Justice for Floyd“ á fyrirliðaband sitt eins og við greindum frá í gær.
Fótbolti Þýski boltinn Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Colin Kaepernick lofar mótmælendum lögfræðiaðstoð Fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers hefur lofað mótmælendum í Minneapolis lögfræðiaðstoð. 31. maí 2020 08:00
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58
Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. 30. maí 2020 20:45